Fær kitl í magann yfir ákveðnum flíkum

Guðlaug Ágústa Halldórsdóttir elskar bleikan lit.
Guðlaug Ágústa Halldórsdóttir elskar bleikan lit. Árni Sæberg

Guðlaug Ágústa Halldórsdóttir er 48 ára gamall textílhönnuður sem gerði garðinn frægan í Innlit/Útlit á SkjáEinum. Hún á litríkan og sjarmerandi fataskáp og hefur næmt auga fyrir fatasamsetningum. Hún segist stundum fá kitl í magann yfir ákveðnum flíkum og þá veit hún að þær eru hverrar krónu virði. 

Veist þú nákvæmlega hvernig þú átt að klæða þig?

Nei ekki alltaf

Hvernig föt klæða þig best?

Þröngar buxur, og skyrta eða toppur

Fyrir hverju fellur þú oftast?

Skóm

Hvernig klæðir þú þig dagsdaglega?

Ég er svona til skiptis í buxum annan daginn og kjól hinn.

Hvernig klæðir þú þig þegar þú ert að fara eitthvað fínt?

Það fer alveg eftir í hvernig skapi ég er, fötin sem ég klæðist eiga að gefa mér þá orku sem mig vantar hverju sinni, ég held að við tjáum okkur með fötunum sem við erum í, á einhvern hátt.

Hvað er að finna í fataskápnum þínum?

Kjólar, toppar, blússur, pils og allt mögulegt.

Verstu fatakaupin?

Gucci buxnadragt sem ég notaði allt of lítið.

Bestu fatakaupin?

Miu Miu skór og kjólar frá Sonya Rykiel.

Eru einhver tískuslys í fataskápnum þínum?

Nei, ég er nýbúin að henda slíku út.

Hvað myndir þú aldrei fara í?

Hlýralausan kjól eða topp

Hvað finnst þér flott á öðrum en myndir aldrei fara í sjálf?

Gólfsíðir hippakjólar

Uppáhaldsmerki?

Sonya Rykiel, Bernhard Wilhelm og Aftur

Uppáhaldslitir?

Rautt, blátt og bleikt

Ef peningar væru ekki vandamál, hvað myndir þú kaupa þér?

Veit það ekki fyrr en ég sé það, en þegar ég fæ kitl í magann yfir flík þá veit ég að hún er hverrar krónu virði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál