66°Norður jakkinn Snæfell vinnur enn ein verðlaunin

an Davidsson yfirhönnuður 66°Norður tók á móti verðlaununum og að …
an Davidsson yfirhönnuður 66°Norður tók á móti verðlaununum og að baki honum má sjá Snæfell jakkann góða sem sópar til sín verðlaunum. mbl.is

66°Norður vann hönnunarverðlaun Scandinavian Outdoor Awards (SOA) fyrir Snæfell jakka sinn á einni stærstu útivistarsýningu Evrópu, OutDoor, sem haldin var í Friedrichshaven í Þýskalandi á dögunum.

Snæfell jakkinn frá íslenska fataframleiðandinum hefur slegið í gegn því hann fékk fyrr á árinu ein stærstu og virtustu hönnunarverðlaun Evrópu á sviði útivistar, ISPO Outdoor Awards.

Öll helstu útivistarmerki Norðurlandanna tóku þátt í keppninni, sem haldin var á vegum Scandinavian Outdoor Group, á OutDoor útivistarsýningunni í Friedrichshaven. Það var mikill heiður fyrir 66°Norður og yfirhönnuð þess, Jan Davidsson, að fá þessa viðurkenningu. Sýningin er vettvangur fyrir útivistarfyrirtæki til að sýna nýja hönnun og tækni á sviði útivistar. Í umsögn dómnefndar segir að Snæfell jakkinn sé einstaklega stílhreinn, þægilegur og andi vel. Þá sé hægt að nota jakkann við ólíkar aðstæður allt árið um kring.  

„Þetta er mikill heiður enda um mjög stór og virt verðlaun að ræða. Ég er bæði hrærður og ánægður," segir Jan Davidsson yfirhönnuður 66°Norður.

„Þessi verðlaun sýna það enn og aftur að íslensk vara og hönnun stenst samanburð við erlend merki og vel það," segir Jan ánægður. Margir bíða nú með óþreyju eftir Snæfelli en jakkinn er væntanlegur í verslanir 66°Norður fyrir árslok.

Básinn á sýningunni í Þýskalandi.
Básinn á sýningunni í Þýskalandi. mbl.is
Hjördís María Ólafsdóttir markaðsfulltrúi 66 Norður.
Hjördís María Ólafsdóttir markaðsfulltrúi 66 Norður. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál