Ilmaðu í stíl við heimilið

Ilmirnir í Splash-línunni frá Marc Jacobs.
Ilmirnir í Splash-línunni frá Marc Jacobs.

Ameríski tískuhönnuðurinn Marc Jacobs veit hvernig skvísurnar vilja ilma og svo er ekki verra að geta úðað herlegheitunum út í andrúmsloftið því ilmirnir í Splash-línunni eru bæði á líkama og fyrir heimilið. Í ár er þemað Tropical og koma þrjár ilmtegundir í takmörkuðu upplagi. Ilmurinn Rain kemur á markað aftur eftir hlé, en hann var fyrst kynntur árið 2006. Í hópinn bætist tvenns konar ilmur; Hibiscus og Kumquat. Í ár er ilmvatnið í 100 ml flöskum í stað 300 ml.

Ilmtegundirnar frá Marc Jacobs gefa ekki bara góða angan heldur eru hið mesta stofustáss. Fallegt er að raða þeim upp á forstofuborðinu eða leyfa þeim að njóta sín inni á baði eða á snyrtiborðinu í hjónaherberginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál