„Við erum allar svo fallegar“

„Mörgum konum sem fylgjast með tískunni og vilja líta vel út finnst fatastærðin vera vandamál og finnst ekkert passa á sig,“ segir Stella Leifsdóttir, eigandi verslunarinnar Belladonna „Slagorðið okkar er Vertu þú sjálf – vertu Belladonna, því það segir svo mikið um það hvernig þú átt að klæða þig. Vertu í því sem þér líður vel í en auðvitað þarf líka að passa upp á að sniðin henti vaxtarlaginu.“ Stella bendir á að það séu til að minnsta kosti átta mismunandi tegundir vaxtarlags kvenna og þess vegna henti skiljanlega sama sniðið ekki fyrir allar konur. „Það er sérlega mikilvægt fyrir konur með mjúkar línur að finna sniðið sem passar við vaxtarlagið. Allar konar eru glæsilegar í fötum sem henta og þeim líður vel í.“

Úrval fallegs fatnaðar

„Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af vönduðum tískufatnaði í stærðum 38-58 en hjá okkur er viðskiptavinurinn alltaf aðalnúmerið,“ bendir Stella á. „Ef stærðin er 38+ gildir einu hvaða flík er um er að ræða – spariföt, hversdagsföt, ferðaföt, yfirhafnir eða bara eitthvað fallegt – við höfum úrval fallegs fatnaðar hér í versluninni.“ Að sögn Stellu flytur verslunin inn vörur frá Hollandi, Þýskalandi og Danmörku. „Hér fást föt og fylgihlutir frá yfir 20 merkjum með mismunandi áherslur. Merkin eru ólík og stíla inn á mismunandi aldurshópa, enda eru viðskiptavinirnir okkar líka á skemmtilega breiðu aldursbili. Fyrir þá sem vilja vanda valið eru rúmgóðir mátunarklefar og mjúkir leðursófar fara vel með fylgdarliðið, auk þess sem börnin una vel við sitt í barnahorninu.“

Allar konur eru fallegar

Nafn verslunarinnar er dregið af ítölsku orðunum bella og donna sem þýða „falleg kona“. „Mér finnst nafnið afar viðeigandi á verslunina því við konur erum bara allar svo fallegar. Þarna koma fallegu fötin inn í myndina; þegar þér líður vel með sjálfa þig eykst um leið sjálfsöryggið, útgeislunin verður meiri og þú verður enn fallegri kona.

Persónuleg þjónusta

Við leggjum áherslu á fjölbreytni og persónulega þjónustu og eigum mikið úrval af vönduðum vörum. Aftur á móti pöntum við jafnan lítið magn af hverri gerð, því það þurfa ekki allir að vera eins,“ minnir Stella á. „Þar sem það er oftast bara eitt eintak í hverju númeri keypt inn er þar af leiðandi minni hætta á neyðarlegum uppákomum í fjölskylduboðunum, þar sem margar mæta í sama dressinu!“ Stella bendir ennfremur á að þar sem verslunin er með svo fá eintök af hverri tegund séu breytingar örar í búðinni og nýjar sendingar teknar upp í hverri viku. „Fyrir þær sem vilja fylgjast með þessum öru breytingum og nýjum sendingum bendi ég á facebooksíðuna okkar, og einnig er hægt að skrá sig í netklúbbinn á www.belladonna.is, þar sem upplýsingum um nýjustu vörurnar, tilboðin og öðru fréttnæmu er miðlað milliliðalaust. Ég hvet konur til að kíkja inn og kynna sér úrvalið.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Lesa blaðið hér
Ekki með áskrift?
Skoða áskriftarleiðir
  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Var strítt vegna útlitsins í æsku

Í gær, 23:00 Fyrirsætan Chantelle Brown-Young, einnig þekkt sem Winnie Harlow, vakti athygli á tískuvikunni í London á dögunum þegar hún gekk tískupallinn fyrir Ashish. Meira »

Tvíburarnir sem komu út úr skápnum á sama tíma

Í gær, 20:00 Tvíburarnir Luke og Adam Monastero eru 21 árs og báðir samkynhneigðir. Þeir tilkynntu foreldrum sínum að þeim væru samkynhneigðir nýverið og tóku viðbrögð þeirra upp á myndband. Meira »

Fáðu fullkomna handsnyrtingu heima

Í gær, 18:00 Hina fullkomnu handsnyrtingu þarf ekki að vera erfitt að framkvæma heima hjá sér. Á heimasíðu Opruh má finna einfaldar leiðbeiningar í áttina að glæsilegum nöglum. Meira »

Hermés notar íslenska hestinn í auglýsingar

Í gær, 15:07 Franska tískuhúsið Hermés sendi tökulið og fyrirsætur hingað til lands til þess að mynda hausttísku fyrirtækisins 2014.   Meira »

Kennir fólki að hætta að borða sykur

Í gær, 13:23 Gunnar Már Sigfússon höfundur LKL bókanna segir að minni sykurneysla minnki mittismálið og það sé mun auðveldara að sleppa sykri en fólk heldur. Meira »

Hallgrímur laðaði að

Í gær, 10:40 Hallgrímur Helgason opnaði sýningu á dögunum í Listhúsinu Tveir hrafnar. Listunnendur fjölmenntu í opnunina og nutu listarinnar. Meira »

Borðaði tíu banana í morgunmat á meðgöngunni

Í gær, 07:34 Ástralska móðirin og Instagram-stjarnan Loni Jane er umdeild og hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir mataræði sitt en hún fylgir mataræði sem kallast 80:10:10. Því mataræði fylgdi hún þegar hún gekk með sitt fyrsta barn. Meira »

Íþróttaálfurinn eignaðist stúlku

Í gær, 10:25 „Í gær kom í heiminn stórkostlegt lítið undur. Inga er svo gjörsamlega ótrúleg. Ég er yfir mig þakklátur Ingu og litlu blómarós að hinkra yfir helgina með okkar frumsýningu öllum heilsast frábærlega ... Meira »

Ítalskar kálfasteikur í sítrónusósu

í gær Kálfasneiðar í sítrónu eða Vitello alla lemone er einn af þessum dæmigerðu ítölsku réttum sem að hefur þróast áfram víða um heim ekki síst í Bandaríkjunum. Okkar útgáfa hér er á ítölskum grunni en við mýkjum sítrónu aðeins með smá rjóma.  Það er hægt að nota tilbúnar kálfasnitsel-sneiðar eða taka sneiðar af t.d. læri og berja í “snitsel” eða það sem Ítalir myndu kalla scallopini. Meira »

Sarah Jessica Parker þarf tvö fataherbergi

í fyrradag Þeir sem horfðu á Sex and the City þættina muna eflaust eftir því að Carrie Bradshaw, karakter Söruh Jessicu Parker, fannst ómissandi að hafa aðganga að fataherbergi en Parker virðist vera hjartanlega sammála persónunni sem hún lék í þáttunum vinsælu. Meira »

Af hverju getur þú ekki farið ein í bíó?

í fyrradag „Eftir að ég skildi við eiginmann og barnsföður í september 2002, hef ég farið í þrjú lengri sambönd, en þess á milli verið „einstök“ kona,“ segir Jóhanna Magnúsdóttir guðfræðingur. Meira »

Má þetta Tom Ford?

í fyrradag Tískuhönnuðurinn Tom Ford er í miklu uppáhaldi hjá kvenpeningnum. Hann sló öll vopn út úr höndunum á tískuelítunni þegar hann mætti sjálfur í gallabuxum við gallaskyrtu. Meira »

Tollir bara í samböndum í 3-6 mánuði

í fyrradag Ég hef skipt nokkuð reglulega um sambönd í gegnum tíðina (er rétt tæplega fertug) og oftast er ég búin að fá nóg eftir 3-6 mánuði en þá er mig hætt að langa að stunda kynlíf með viðkomandi og þó mig langi að stunda kynlíf er ég hætt að fá fullnægingu eftir um 3-6 mánuði. Meira »

Aldrað vansælt súpermódel í þakíbúð

í fyrradag Það er erfitt að eldast þegar þú hefur lifað hátt og verið aðalpían á áttunda áratugnum. Að vera vina- og peningalaus í New York er ekki draumastaðan. Meira »

Hildur Líf giftist bandarískum lögfræðinema

í fyrradag Hildur Líf Higgins gekk að eiga unnusta sinn síðasta laugardag en hann heitir Albert Higgins og er lögfræðinemi.   Meira »

Smá bling bling skemmir ekki neitt

í fyrradag Hjarta Hjördísar Sifjar Bjarnadóttur slær í tískuheiminum en hún er lærður kjólameistari og klæðskeri. Hún opnaði verslunina Comma á dögunum. Meira »