Prinsessa í íslenskri hönnun

Mary Donaldson krónprinsessa Danmerkur í jakka frá Cintamani.
Mary Donaldson krónprinsessa Danmerkur í jakka frá Cintamani.

Mary Donaldson, krónprinsessa Danmerkur, klæddist íslenskri hönnun þegar hún lék sér í snjónum með börnunum fjórum og eiginmanninum, Friðriki krónprinsi. Jakkinn sem Donaldson klæddist heitir Tinna og er frá íslenska útivistarmerkinu Cintamani. Vefmiðillinn Svenskdam.se greinir frá þessu.

Það kemur ekki á óvart að Mary Donaldson skuli velja íslenska hönnun því hún er þekkt tískupæja og ekki myndi hún láta sjá sig dauða í lúðalegum útivistarfötum. Fyrst eftir að hún kynntist krónprinsinum fylgdist danska pressan grimmt með henni, klæðaburði hennar og fljótt varð hún tískufyrirmynd.

Danskir rannsóknarblaðamenn voru forvitnir um þessa áströlsku þokkadís sem heillaði krónprinsinn upp úr skónum. Þegar þeir fóru að spyrjast fyrir komust blaðamennirnir að því að parið hafði hnotið um hvort annað á barnum, Slip inn, í Sydny þegar krónprinsinn var staddur í borginni vegna Ólympíuleikann. Á þeim tíma vann Donaldson, sem er viðskiptalögfræðingur, hjá þekktu auglýsinga- og kynningarfyrirtæki.

Donaldson hefur ekki sloppið við umfjallanir og ennþá í dag er fylgst grannt með henni. Ef salan á Tinnu jakkanum frá Cintamani á ekki eftir að aukast þá er eitthvað að.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál