Léttist um 70 kg og hvað svo?

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica. mbl.is/Styrmir Kári

Sæl Þórdís.

Ég á systur sem er að nálgast þrítugt og hún er nýbúin að léttast um 70 kg. Hana langar í aðgerð til að fjarlægja húð af maganum, upphandleggjum og láta laga brjóstin. Ég var að spá í hvað þarf að líða langur tími frá því að hún fer í þessar aðgerðir og þar til hún mætti verða ólétt? Er betra fyrir hana að fara í þessar aðgerðir eftir að hún hefur átt börn? Mun hún geta haft barn á brjósti eftir að hafa farið í aðgerð á þeim?

Kveðja, 

stóra systirin

Sæl og takk fyrir spurninguna.

Þú óskar systur þinni til hamingju frá mér, frábær árangur hjá henni. Ekki að furða að húðin sé slöpp eftir svona mikið þyngdartap. Almennt mæli ég með því að bíða með aðgerðir á maga og brjóstum ef barneignir eru á planinu innan tveggja ára. Sérstaklega þar sem mjög líklega er þörf á lyftingu á brjóstunum. Það er mjög sjaldgæft að það þurfi að taka í sundur mjólkurganga þegar brjóstum er lyft og því gengur það oftast að hafa barn á brjósti eftir brjóstalyftingu. En ég vara alltaf konur við að það geta komið upp vandamál við brjóstagjöfina, t.d. stíflur og sýkingar. Eftir aðgerð á upphandleggjum eru þeir ekki eins viðkvæmir fyrir breytingum sem verða á líkamanum við meðgöngu og því í lagi að það líður skemmri tími en tvö ár á milli aðgerðar og meðgöngu.

Takk fyrir spurninguna og góðar kveðjur til systur þinnar,

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? HÉR getur þú sent Þórdísi spurningu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál