Roskið fólk með húðflúr

Isobel Varley, er húðflúraðasti eldriborgari heims.
Isobel Varley, er húðflúraðasti eldriborgari heims. Ljósmynd/Reuters

Húðflúr er orðið mjög vinsælt og þykir mjög töff í dag.

Þrátt fyrir það íhugar margt ungt fólk hvernig húðflúrin komi til með að líta út þegar það eldist.

„Líkami minn er dagbókin mín og húðflúrin segja sögu mína,“ sagði leikarinn Johnny Depp, sem er 50 ára gamall, eitt sinn.

Einn af hverjum fimm fullorðnum einstaklingum í Bandaríkjunum eru allavega með eitt húðflúr á líkama sínum, en árið 2003 voru aðeins 16 prósent af íbúum með  húðflúr, samkvæmt Harris rannsóknarstofunni.

Í fyrsta sinn í sögunni eru konur aðeins líklegri til þess að fá sér flúr en karlmenn – og tvisvar sinnum líklegri til þess að láta fjarlægja flúrin. Í það heila voru flestir, eða 86 prósent af þeim sem svöruðu spurningunum, ánægðir með flúrin sín, samkvæmt heimildum Daily Mail. 

Isobel Varley, sem er 77 ára gömul komst í heimsmetabók Guiness fyrir að vera „húðflúraðasti eldri borgari heims“ en hún beið þar til hún var að nálgast fimmtugt með að fá sér sitt fyrsta flúr. Hún varð fljótt háð því að flúra líkamann, en í dag eru 76 prósent af líkama hennar flúruð.

„Ég skil að það verða alltaf til einstaklingar sem fíla ekki húðflúr og ég virði það,“ sagði Varley í samtali við Big Tattoo Plantet og bætti við: „Áður fyrr var það þannig að það var litið niður á fólk með áberandi húðflúr. Þetta mun vonandi breytast nú þegar fleiri eru að fá sér flúr og þá sérstaklega konur.“

Robert Seibert, sem er 64 ára gamall frá Kentucky, hefur safnað húðflúrum á líkama sinn í 40 ár.

„Hvert flúr táknar ákveðið skeið í lífi mínu,“ sagði Seibert á ráðstefnu árið 2012 og bætti við: „Fyrir mér tákna þau sögu mína og það sem ég hef gengið í gegnum.“

Bald Bill, eins og hann kýs að láta kalla sig, sagði upp störfum í símafyrirtækinu sem hann vann hjá til þess að verða „sígauna flúrari“ en hann segist ekki sjá eftir að hafa fengið sér húðflúr.

Í fyrsta sinn í sögunni eru konur aðeins líklegri en …
Í fyrsta sinn í sögunni eru konur aðeins líklegri en karlmenn til þess að fá sér húðflúr. Ljósmynd/Reuters
Larry Happ á húðflúrráðstefnu í Los Angeles.
Larry Happ á húðflúrráðstefnu í Los Angeles. mbl.is/AFP
Bald Bill sagði upp í vinnunni og helgaði líf sitt …
Bald Bill sagði upp í vinnunni og helgaði líf sitt húðflúrum. Ljósmynd/Reuters
Robert Seibert hefur safnað húðflúrum í 40 ár.
Robert Seibert hefur safnað húðflúrum í 40 ár. Ljósmynd/Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál