Gaultier féll á hnén fyrir Conchitu

Conchita Wurst ásamt franska fatahönnuðinum Jean Paul Gaultier.
Conchita Wurst ásamt franska fatahönnuðinum Jean Paul Gaultier. mbl.is/AFP

Conchita Wurst, sigurvegari Eurovision í ár, var fyrirsæta fyrir Jean Paul Gaultier á tískuvikunni í París sem fram fer í þessari viku en fatahönnuðurinn hefur lýst yfir einlægri aðdáun sinni á söngkonunni. 

Jean Paul Gaultier sýndi þar Couture haust- og veturlínu sína og hlaut Wurst þann heiður að ganga síðust eftir tískugangveginum á sýningunni en oftast eru frægustu fyrirsæturnar eða uppáhalds fyrirsæta hönnuðarins fengnar til að taka þann síðasta spöl.

Gaultier sjálfur fór niður á hnén fyrir fram alla í salnum á tískusýningunni og þakkaði Conchitu Wurst fyrir þátttökuna.

Eftir að Conchita Wurst vann Eurovision keppnina fyrr í ár hefur hún verið í fararbroddi á Gay Pride hátíðum í Lundúnum, Madrid og Stokkhólmi ásamt því að vinna í nýrri tónlistarplötu.

Margt frægðarfólk var á tískuvikunni í París og vakti Emma Watson mikla athygli og hennar lekkera svarta dragt sem sjá má á myndum.

Sniðin voru bein og kjólarnir margir afar stuttir.
Sniðin voru bein og kjólarnir margir afar stuttir. mbl.is/AFP
Yfirhafnirnar voru sérlega smart og viðhafnarlegar.
Yfirhafnirnar voru sérlega smart og viðhafnarlegar. mbl.is/AFP
Æðislegur skósíður kjóll, Jean Paul Gaultier í gegn.
Æðislegur skósíður kjóll, Jean Paul Gaultier í gegn. mbl.is/AFP
Franski hönnuðurinn Jean Paul Gaultier fór á hnén og þakkaði …
Franski hönnuðurinn Jean Paul Gaultier fór á hnén og þakkaði Conchita Wurst fyrir þátttökuna í tískusýningunni. mbl.is/AFP
Conchita Wurst bar af á sýningunni.
Conchita Wurst bar af á sýningunni. mbl.is/AFP
Þessi hönnun Jean Paul Gaultier þykir svipa til íslensku lopapeysumunstranna.
Þessi hönnun Jean Paul Gaultier þykir svipa til íslensku lopapeysumunstranna. mbl.is/AFP
Hér sést glitta í Emmu Watson á tískusýningunni í París.
Hér sést glitta í Emmu Watson á tískusýningunni í París. mbl.is/AFP
Sean Penn og Charlize Theron létu sjá sig á tískuvikunni …
Sean Penn og Charlize Theron létu sjá sig á tískuvikunni í París. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál