Ný íþróttalína fyrir tískuskvísur

Fjólubláar hlaupabuxur gera hvert útihlaup að ævintýraferð.
Fjólubláar hlaupabuxur gera hvert útihlaup að ævintýraferð.

Ef sumarið er ekki tíminn til að sporta sig um í huggulegum íþróttafötum þá veit ég ekki hvað. Þess vegna er alltaf ánægjulegt þegar íslenskum tískupæjum gefst kostur á fjölbreytni í sportfatnaði og ný merki líta dagsins ljós.

Í morgun var YAS-línan frá Vero Moda kynnt fyrir helstu tískupæjum landins á Nauthóli. Það sem vakti athygli var hvað efnin í sportlínunni eru létt og hugsað er út í hvert smáatriði. Sérstaklega er þess gætt í línunni að fötin andi vel undir höndum og í hnésbótum þar sem kvenpeningurinn á það til að svitna sem mest. Alls konar saumar gera flíkurnar sjarmerandi og eru prentin sérstaklega heillandi. Undir höndum og í hnésbótum er svo annað efni, léttara og hálfgegnsætt, notað til þess að gera fötin ennþá heppilegri í ræktina.

Það sem er mest áberandi í sporttískunni í ár er að vera helst í samlitum fötum. Vera í bláum buxum við bláan topp eða munstruðum buxum við munstraðan topp. Svo má krydda þetta með íþróttabrjóstahöldurum í skærum litum þar sem hlýrarnir fá að gægjast fram á þokkafullan hátt.

Á fimmtudaginn verður opnað nýtt flaggskip Vero Moda í Kringlunni og þar verður þessi nýja og fína sportlína til sölu ásamt öðrum merkjum frá fyrirtækinu. Eins og sést á myndunum eru þessi íþróttaföt algerlega eitthvað til að vinna með.

Munstruð íþróttapeysa úr YAS línunni frá Vero Moda.
Munstruð íþróttapeysa úr YAS línunni frá Vero Moda.
Þokkafullur toppur og buxur í stíl.
Þokkafullur toppur og buxur í stíl.
Dökkbláar hlaupabuxur og hettupeysa frá YAS. Á buxunum eru fallegir …
Dökkbláar hlaupabuxur og hettupeysa frá YAS. Á buxunum eru fallegir saumar sem eru afar klæðilegir og koma vel út á fótleggnum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál