Fer eftir ákveðinni reglu í fatainnkaupum

Fyrirsætan Anna Jia er nýkomin heim eftir ársdvöl í Kína.
Fyrirsætan Anna Jia er nýkomin heim eftir ársdvöl í Kína. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Fyrirsætan Anna Jia er nýkomin heim eftir ársdvöl í Kína. Í Hong Kong keypti hún sér almennilegt veski og tösku, en hún segir að allar konur þurfi að eiga fallega tösku sem passar við allt og gott veski fyrir fyrir sumarið. 

Hef­ur þú ein­hvern sér­stak­an fata­stíl? Eins og er, þá er ég á svolitlu breytingaskeiði varðandi fatastílinn minn. Eftir ársdvöl í Kína og gjörbreytt veðurlag hefur hann breyst alveg töluvert og maður þarf svolítið að aðlaga sig veðurfarinu hérna á Íslandi aftur. Annars er ég núna rosalega hrifin af fallegum skyrtum og blússum við buxur og létta jakka eins og leðurjakka eða barbour jakka. Ég er líka með algjört æði fyrir fallegum treflum og klútum.

Ert þú ein af þeim sem eru með full­an skáp af föt­um en fara alltaf í það sama? Það var tekin heljarinnar stór tiltekt í skápnum núna þegar ég flutti aftur heim svo nú eru bara flíkur og skór sem ég nota mikið eftir svo ég held ég geti nú bara sagt með góðri samvisku, nei ekki lengur!

Ferð þú með meira af föt­um með þér í ferðalög en þú síðan not­ar? Nei, ég passa alltaf að taka frekar minna en meira svo að það sé alveg nóg pláss fyrir nýja og fína hluti í töskunni án þess að þurfa að troða.

Ferð þú í sí­tísku­búðir? Já, mér finnst alltaf gaman að kíkja í þær og sjá hvort maður rekist ekki á eitthvað sætt. Síðan eins og sannur Íslendingur elskar maður nú alltaf H&M í leyni.

Átt þú þér ein­hverja upp­á­halds­búð hér eða í út­lönd­um? Já, hér heima er Geysir alveg uppáhalds, það er alltaf eitthvað á óskalistanum þar en í útlöndum þá eru Mangó, French conection og Monki alltaf í uppáhaldi líka.

Ert þú hvat­vís í inn­kaup­um og færð síðan móral á eft­ir? Ég er komin með góða reglu sem hefur sparað mér ófáa aurana sem er að kaupa ekkert nema ég sé alveg handviss frá byrjun að mig langi að eiga það og sé viss um að ég muni nota. Því oftar sem ég fór að fara eftir reglunni því sjaldnar kom mórallinn. Svo er líka betra að kaupa flík einu sinni aðeins dýrari ef hún er vandaðri því þá er líka lengra notagildi og þá sleppur maður við að þurfa alltaf að kaupa nýtt aftur og aftur sem endar oft á því að vera miklu hærri upphæð.

Kaup­ir þú flík sem þú ætl­ar að nota ein­hvern tím­ann seinna, en ferð svo aldrei í? Já, það gerist stundum en þá er samt gott að eiga systur og litlar frænkur sem geta vonandi notað flíkina í staðinn.

Ferð þú vel með föt­in þín og burst­ar vel skóna þína? Já, ég myndi segja það. Eftir að hafa unnið í fatabúð í þrjú ár þá er alltaf passað upp á að allt snúi eins á herðatrjánum, vel saman brotið og stundum geng ég meira að segja það langt að litaraða.

Er röð og regla í fata­skápn­um eða þarft þú að kafa, róta og gramsa til að finna það sem þú ætl­ar að ná í? Já, sérstaklega núna því það var allt tekið í gegn þegar ég flutti heim. Það er mjög þægilegt að hafa færri hluti í skápnum og meira skipulag svo ég held ég muni reyna að halda mér við þetta skipulag.

Hvað flík finnst þér að all­ar döm­ur ættu að fjár­festa í fyr­ir sum­arið?  Frekar góðri tösku og veski heldur en flík. Ég keypti mér almennilega tösku og veski í Hong Kong síðasta vetur og hef ekki séð eftir því. Það munar rosalega að hafa alltaf fallega tösku sem passar við allt og gott veski til að halda utan um öll kort og skírteini.

Anna Jia fer vel með fötin sín.
Anna Jia fer vel með fötin sín. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
Anna Jia er með algjört æði fyrir treflum og klútum.
Anna Jia er með algjört æði fyrir treflum og klútum. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál