„Ég kann vel við mig í myrkrinu“

Anna Margrét Björnsson er alltaf áberandi fallega klædd.
Anna Margrét Björnsson er alltaf áberandi fallega klædd.

Anna Margrét Björnsson kynningarstjóri RIFF er ein best klædda kona landsins. Hún sækir innblástur til sjöunda áratugarins og eru Jane Birkin,Jean Shrimpton, Francoise Hardy og Nick Cave tískufyrirmyndir hennar.

Hvernig verður haustið hjá þér? 
Haustið hjá mér verður mjög annasamt og spennandi. Ég er um þessar mundir að starfa sem kynningarfulltrúi á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF ásamt Vali Grettissyni. Það er mjög gaman að kynnast heimi kvikmyndanna nánar og þessi hátíð hefur  mikla vigt á alþjóðavísu eins og sést kannski helst á verðlaunahöfum og gestum hátíðarinnar í gegnum árin. Hingað hafa komið snillingar eins og Jim Jarmusch, Milos Forman, Lukas Moodysson og Aki Kaurismäki og það verða verulega spennandi hlutir að gerast hjá RIFF í ár, fjölmargir viðburðir, yfir hundrað kvikmyndir og spennandi alþjóðlegir gestir auk fjölda erlendra blaðamanna. Það verður því mjög mikið að gera næstu vikurnar  þar sem hátíðin hefst 25.september en þetta verður  verulega skemmtilegt.  Svo verð ég auðvitað að njóta góðra stunda með fjölskyldu og vinum líka auk þess sem Two Step Horror vorum að gefa út nýja plötu.  Nóg að gera!

Hvað ætlar þú að sjá á RIFF?
Mig langar meðal annars  að sjá myndina Villa Touma eftir palestínsku kvikmyndagerðarkonuna og blaðamanninn Suha Arraf. Hún verður með mynd á hátíðinni sem nefnist Villa Touma og er um þrjár konur sem gerist í Palestínu. Þetta eru allt viðfangsefni sem við ættum öll að kynna okkur á þessum tímum. Svo vona ég að allir bíði spenntir eftir því að heyra hvaða myndir verða sýndar á hátíðinni og hverjir gestirnir verða en það verður tilkynnt innan skamms. 

Hvaða árstíð finnst þér best? Ég held nú að allar árstíðir hafi sínar góðu og slæmu hliðar. En eins og ég get hrifist af björtum íslenskum sumarnóttum og hita og sól í útlöndum þá finnst mér alltaf notalegt þegar það fer að dimma og hausta. Ég kann vel við mig í myrkrinu.

Klæðir þú þig öðruvísi á haustin? 
Í raun klæði ég mig nú eiginlega alltaf eins. Á Íslandi kemst maður upp með það að þurfa ekki að breyta mikið til eftir árstíðum þar sem veðrið er í raun og veru frekar svipað allt árið! En jú, á haustin er gaman að draga fram hlýjar peysur og kápur. 

Hvernig finnst þér áhrifin í tískunni vera núna?
Akkúrat núna? Er það ekki bara hip-hoppið? Einhver svona smá gangsta fílingur í gang.  En hvað varðar veturinn hef ég hef ekki mikið stúderað þetta en mér sýnist vera mikið um íþróttaskó, mynstur, lambaskinn og art-nouveau mynstur. 

Hvaða fatnaðar getur þú ekki verið án og af hverju? Gallabuxna og stuttra kjóla. Biker leðurjakkans míns. 

Nú hefur þú alltaf verið klassísk í klæðaburði, hvers vegna? Sennilega skortur á hugmyndaflugi. En ég held bara að það sé gott að finna sinn stíl, það er jú bara hluti af því hver maður er í staðinn fyrir að fylgja alltaf nýjustu tískubólum þó auðvitað sé gaman að sækja áhrif hingað og þangað. En sjálf heillast ég alltaf af tísku fortíðarinnar, sjöunda áratugnum til dæmis. Tónlist og kvikmyndum  frá þeim tíma. 

Hvað er það klassískasta sem hægt er að eiga í skápnum sínum?
Svartar gallabuxur, svartur kjóll og svartur leðurjakki. 

Vantar eitthvað í þinn fataskáp? Mig langar í dásamlega vetrarkápu. Sá eina guðdómlega skósíða  military kápu hjá ELLU sem veitti mér innblástur. Og ég væri til í lakkskó frá JÖR ef þeir eiga þá ekki bara í strákastærðum! Og mig dreymir um fallega stóra svarta ullarpeysu með rúllukraga sem ég get falið mig í í vetrarkuldanum. 

Áttu þér einhverja tískufyrirmynd?
Já ég hef lengi sótt innblástur til sjöunda áratugarins og get þar á meðal nefnt Lou Reed og Nico, Jane Birkin, Jean Shrimpton, Francoise Hardy. Og Nick Cave er sérleg tískufyrirmynd.

Þetta hálsmen er í sérstöku uppáhaldi hjá Önnu Margréti en …
Þetta hálsmen er í sérstöku uppáhaldi hjá Önnu Margréti en það fékk hún að gjöf frá móður sinni. Hálsmenið kemur frá Yves Saint Laurent.
Eitt af uppáhaldsverkum Önnu Margrétar er eftir kærastann hennar, Þórð …
Eitt af uppáhaldsverkum Önnu Margrétar er eftir kærastann hennar, Þórð Grímsson.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál