Breytingar framundan hjá ELLU

Elínrós Líndal.
Elínrós Líndal.

Elínrós Líndal, stofnandi tískuhússins ELLU, vinnur nú að því að færa út kvíarnar. Hún ætlar sér að stíga þau skref sem þurfa þykir til að anna betur þeirri eftirspurn sem myndast hefur eftir vörum sínum, bæði hér á landi og erlendis.

„Viðtökurnar hafa verið einstakar alveg frá fyrsta degi. Við höfum einungis náð að anna brotabroti af eftirspurn á heimamarkaði og því aldrei fært út kvíarnar eins og við hefðum viljað. Við stöndum frammi fyrir því að til þess að ná þeim markmiðum sem við settum okkur í upphafi, þá er orðið tímabært að stíga næstu skref. Upphaflega viðskiptahugmyndin var að bjóða sígildan og vandaðan fatnað til sölu bæði hér á landi og erlendis í gegnum heimasíðu okkar. Markmiðið hefur alltaf verið að ELLA by Elinros Lindal verði alþjóðlegt tískuhús með höfuðstöðvar hér á Íslandi,“ segir Elínrós. 

Þessa dagana er Elínrós að vinna með fjárfestum og ráðgjöfum í að stækka tískuhúsið. „Ferlið hefst á því að versluninni ELLU við Ingólfsstræti verður lokað í lok ágúst. Ný sending af ilmvötnum verður að vænta innan tíðar – en ilmvötnin hafa verið það vinsæl að þau hafa oftar en ekki verið uppseld frá áramótum. Við hvetjum konur til að koma við í Ingólfsstræti núna síðustu daga mánaðarins og gera góð kaup. Þess er að vænta að frekari fréttir af tískuhúsinu verði opinberaðar á haustmánuðum,“ segir hún og bætir við: 

„Við höfum þróað vörumerkið í samvinnu við íslenskar konur síðustu fimm árin og hefur sá tími verið dýrmætur. Markmiðið er að geta boðið upp á meira úrval og að ELLA by Elinros Lindal haldi áfram að vera vörumerkið sem sterkar konur leita í þegar þeim vantar vandaða flík sem endurspeglar persónulegan stíl þeirra.”

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál