Ertu að beita sjálfa þig andlegu ofbeldi?

Inga Kristjánsdóttir.
Inga Kristjánsdóttir. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Irnga Kristjánsdóttir næringaþerapisti veltir því fyrir sér í nýjum pistli hvers vegna konur kaupa sér of litlar flíkur.

„Átt þú allt of litlar gallabuxur uppi í skáp? Kaupir þú þér of lítil föt og ætlar svo að grennast í þau? Áttu kannski ennþá gömul föt sem þú ert að bíða eftir að passa í aftur? Þú myndir aldrei gera öðrum þetta. Kaupa á þá of lítil föt og skipa þeima svo að grennast í þau. Þú myndir ekki kaupa of lítinn kjól handa dóttur þinni eða allt of þrönga blússu handa ömmu þinni og segja svo bara „þú verður að grenna þig“,“ segir Inga. Hún segir að slík hegðun myndi alltaf flokkast sem andlegt ofbeldi og því sé merkilegt að konur geri sjálfum sér þetta.

„Við erum oft á tíðum ótrúlega illskeitt í eigin garð. Við kunnum ekki að meta hvernig við lítum út, líkar illa við okkur sjálf í þeirri stærð sem við erum og viljum verða öðruvísi. Með því að eiga þessar allt of litlu flíkur uppi í skáp viðhöldum við sjálfsásökunum og einblínum á það neikvæða. Það virkar ekki.

Forsenda þess að ná fram þeim breytingum á holdafari, sem við viljum, er að elska sjálfan sig nógu mikið til að vinna að því sem við þráum. Það gerum við með því að hlúa að okkur, þykja vænt um og virða og síðast en ekki síst, kaupa okkur falleg föt í réttum stærðum,“ segir Inga.

„Niðurrif og sjálfsásakanir virka aldrei í þessu frekar en öðru. Farðu nú og hentu fjandans buxunum og keyptu þér eitthvað alveg „gordjöss“ í staðin. Ég lofa því að þér mun líða betur!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál