Selur fimm milljóna kjól á uppboði

Kjóll Elísabetar Englandsdrottningar kostar skildinginn.
Kjóll Elísabetar Englandsdrottningar kostar skildinginn. mbl.is/AFP

Árið 1950 fékk Kathleen Ward, tryggur starfsmaður konunshirðarinnar, samkvæmiskjól sem Elísabet Englandsdrottning hafði klæðst að gjöf. Nú hefur kjóllinn verið settur á uppboð.

Kjóllinn var hannaður af Norman Hartnell, klæðskera konungsfjölskyldunnar, og kveðst Ward hafa þurft að safna kjarki til að klæðast kjólnum. „Kjóllinn var svo vandaður að ég þorði varla að klæðast honum. En unnusti minn stakk svo upp á því að ég klæddist honum í veislu nokkrum vikum seinna.“

Talið er að kjóllinn muni fara á um 25.000 pund eða tæpar fimm milljónir króna á uppboðinu.

Skjáskot af heimasíðu Daily Mail. Árið 1961 birtist viðtal við …
Skjáskot af heimasíðu Daily Mail. Árið 1961 birtist viðtal við Kathleen Ward í Woman's Own þar sem hún talaði um kjólinn fræga.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál