„Ég er meira týpan sem tímir aldrei að kaupa sér föt“

Theódóra Mjöll Skúladóttir með húfu frá 66°Norður.
Theódóra Mjöll Skúladóttir með húfu frá 66°Norður. Ljósmynd/Sólrún María Reginsdóttir

Theodóra Mjöll Skúladóttir gerði garðinn frægan þegar hún skrifaði bókina Hárið sem varð metsölubók árið 2012. Í sumar varð svo allt vitlaust þegar Disney á Íslandi auglýsti eftir stúlkum til að sitja fyrir í sérstrakri Frozen-hárgreiðslubók en Thódóra Mjöll er höfundur hennar. Miðvikudaginn 17. september ætlar hún að kenna íslenskum skvísum að nota krullujárnið sitt rétt ásamt Baldri Rafni Gylfasyni á sérstöku krullunámskeiði sem haldið verður í Bpro í Ögurhvarfi 4. Áður en hún fór að undirbúa krullunámskeiðið spurðum við hana spjörunum úr.

Getur þú lýst fatastílnum þínum?

„Það er mjög erfitt því ég er ekki með neina ákveðna stefnu í fatastíl. Ég tek tímabil þar sem ég elska vissa liti og viss form sem er stöðugt breytilegt. Þessa stundina er ég rosalega bleik-blá-grá og hvít. Fíla mig best í frekar formföstum sniðum og ekkert kögur eða neitt hangandi, svolítið 60´s.“

Hver er uppáhaldsflíkin þín?

„Uppáhaldsflíkin mín þessa stundina er þykk grá kósípeysa sem ég fékk í COS og JOLIE buxurnar frá 5 Units ofnota ég þessa stundina.“

Áttu þér uppáhaldsfatahönnuð? 

„Ég er ekki ein af þeim sem eru hrifnar af einhverjum ákveðnum fatahönnuði heldur finn ég mér föt og form sem ég fíla hverju sinni óháð hönnuðinum á bak við flíkina. Ég horfi á saumana á flíkunum og frágang, ég vil að flíkurnar sem ég kaupi mér endist vel svo það skiptir miklu máli að horfa á efnisval, frágang og saum í flíkum.“

Ertu þessi týpa sem á ógrynni af fötum en fer alltaf í það sama? 

„Ég er meira týpan sem tímir aldrei að kaupa sér föt, mér finnst í raun ekkert leiðinlegra en að fara í fatabúðir og máta föt, ég vanda þó valið þegar ég splæsi loksins. Svo kaupi ég mér frekar eitthvað fallegt fyrir heimilið en að kaupa mér föt. En ég tek tímabil þar sem ég elska eina flík og þá geng ég stanslaust í henni, svo fæ ég leiða og þá ofnota ég næstu flík. Ég er ekkert hrædd við að vera í sömu yfirhöfninni nokkra​​​​​​​​​​​​ daga í röð.“ 

Hver er uppáhaldsbúðin þín hérlendis? „Ég kaupi nánast aldrei föt hér heima, en fékk mér dásamlegan jakka frá Samsöe Samsöe í EVU í vor. Annars finnst mér GK líka alltaf falleg.“

Hvaða flík finnst þér allir verða að eiga fyrir haustið?

„Mér finnst algjörlega brjálæðislega mikilvægt að eiga flotta húfu og trefil, og góða síða kápu.“

Áttu þér uppáhaldsbúð erlendis? „Í augnablikinu er COS í miklu uppáhaldi.“

Hvaða flík á bestu söguna á bak við sig? „Svarta bolinn nota ég mikið en hann átti amma mín, hann er fullkominn og passar við allt. En svo fann ég jakkann (trench coat) í ruslapoka í geymslu hjá mömmu og pabba úti í sveit, en mamma átti hann þegar hún var ung.“

Theódóra Mjöll í peysu frá COS og buxur frá 5 …
Theódóra Mjöll í peysu frá COS og buxur frá 5 Units, húfan er frá 66°norður og skórnir frá Birkenstocks. Ljósmynd/Sólrún María Reginsdóttir
Hattur úr H&M, peysa frá COS, kjóll frá VILA og …
Hattur úr H&M, peysa frá COS, kjóll frá VILA og skór frá NIKE. Ljósmynd/Sólrún María Reginsdóttir
Kaffikrús frá STELTON, naglalakk frá Bubbelina, hringurinn á baugfingri er …
Kaffikrús frá STELTON, naglalakk frá Bubbelina, hringurinn á baugfingri er 100 ára gamall og er trúlofunarhringur úr gulli og demöntum. Ljósmynd/Sólrún María Reginsdóttir
Peysa frá COS, pils úr H&M og speglaskórnir eru úr …
Peysa frá COS, pils úr H&M og speglaskórnir eru úr MONKI. Ljósmynd/Sólrún María Reginsdóttir
Hér er Theódóra Mjöll í kápu sem hún fann í …
Hér er Theódóra Mjöll í kápu sem hún fann í ruslapota heima hjá mömmu sinni og pabba. Skórnir eru úr H&M og buxurnar eru frá 5 units. Ljósmynd/Sólrún María Reginsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál