„Geirvörturnar taka við af brjóstaskorunni“

Á tískuvikunni í Mílanó mátti sjá gegnsæjar flíkur.
Á tískuvikunni í Mílanó mátti sjá gegnsæjar flíkur. AFP

„Tískuvikunni í Mílanó er lokið og hvað höfum við lært? Fyrir það fyrsta, áttundi áratugurinn er kominn aftur ásamt útvíðum buxum. Og að valdamenn tískuheimsins eru staðráðnir í að sannfæra tísku-meðvitaðar konur um að geirvörturnar taka við af brjóstaskorunni.“ Þetta skrifar pistlahöfundur TheMalayMailOnline.

Pistlahöfundurinn talar um að gegnsæ efni hafi tröllriðið tískupöllunum á tískuvikunni í Mílanó honum til mikillar undrunar.

„Meira að segja mátti sjá gegnsæ efni hjá Armani, bæði fyrir ofan og neðan mitti. Það er ólíklegt að þessi tískustraumur muni smitast af tískupallinum út á stræti og torg,“ skrifar pistlahöfundurinn og minnir á að snjallsímar og ódauðlegar færslur á internetinu haldi aftur af hinni veljulegu konu. Þá vitnar hann í nafnlausan spænskan ritstjóra sem sagði: „Það vill engin venjuleg kona hafa allt víbrandi fyrir framan almenning.“

Gegnsætt pils frá Armani.
Gegnsætt pils frá Armani. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál