Glimmerjakki, gallabuxur ...

Álfrún Örnólfsdóttir í sýningunni Kameljón.
Álfrún Örnólfsdóttir í sýningunni Kameljón. Ljósmynd/Hulda Sif Ásmundsdóttir

Leikkonan Álfrún Örnólfsdóttir hefur aldeilis skemmt gestum Tjarnarbíós upp á síðkastið með söngleiknum KAMELJÓN. Í verkinu er umfjöllunarefnið sígilt eða það fjallar um hvernig manneskjan getur orðið besta útgáfan af sjálfum sér. Hversu síbreytileg manneskjan er og hvernig hún lærir af umhverfi sínu. Á sama tíma skiptir höfuðmáli að manneskjan tapi ekki tengingunni við sjálfa sig. Ég spurði Álfrúnu spjörunum úr. 

Hvað finnst þér mest spennandi í hausttískunni? Sá einhvers staðar geggjaða ponsjóa sem virðast vera aðalmálið í hausttískunni. Hlýtt og fallegt er eitthvað sem kuldaskræfan ég fíla.

Hvað langar þig í fyrir haustið? Fallega ullarpeysu. T.d sá ég nokkrar dásamlegar í GLORIA á Laugarveginum.

Breytist innihald snyrtibuddunnar þegar hausta tekur? Þegar tekur að kólna þá þarf ég meiri raka fyrir húðina og vel því feitara andlitskrem eða splæsi í EGF dropa.

Hvað er í henni svona yfirleitt? Maskari, Mac mineralize make, hyljari, Mac púður og sólarpúður, brúnn augnskuggi, varasalvi og lítið áberandi varalitur sem gerir mann samt aðeins ferskari (tek það samt fram að flesta daga nenni ég bara að setja á mig rakakrem og maskara...)

Hvaða hönnuður finnst þér vera að gera flottustu flíkurnar um þessar mundir? Gucci er með ótrúlega flotta sixties stemningu í haust/vetrarlínunni 2014 sem ég tengi alveg við.

Hvað dreymir þig um að eignast í fataskápinn fyrir veturinn? Fallegan hatt.

Hvað gerir þú við fötin sem þú ert hætt að nota? Á erfitt með að henda og margt fer því bara inn í geymslu. Það sem ég er viss um að nota aldrei aftur gef ég í Rauða krossinn.

Hver er dýrasta flíkin í fataskápnum þínum? Ég er náttúrlega listamaður og þess vegna þarf maður að vera útsjónasamur í fatakaupum þar sem buddan er oftast létt. Á eitt par af Chie Mihara skóm sem kostuðu sitt.

Hver er að þínu mati best klædda kona heims? Kate Moss kemur fyrst upp í hugann- henni tekst alltaf að vera töff og elegant á sama tíma.

Hvaða flíkur myndir þú taka með þér í helgarferð? Glimmersokka, gallabuxur, hlýja fallega peysu, nærföt og regnhlíf. Svo er bara hægt að kaupa sér allt annað sem manni finnst hæfa stað og stund.

Álfrún Örnólfsdóttir.
Álfrún Örnólfsdóttir. Ljósmynd/Hulda Sif Ásmundsdóttir
Álfrún kann að meta sixties stemninguna sem ríkir hjá Gucci …
Álfrún kann að meta sixties stemninguna sem ríkir hjá Gucci þetta haustið. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál