„Maður veit aldrei hverju maður gæti tekið upp á“

Katrín Ásmundsdóttir stýrir sjónvarpsþættinum Hæpið.
Katrín Ásmundsdóttir stýrir sjónvarpsþættinum Hæpið. mbl.is/ Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Katrín Ásmundsdóttir stýrir nýjum sjónvarpsþætti sem sýndur er á RÚV ásamt Unnsteini Manúel. Þátturinn heitir Hæpið og er ferskur og hispurslaus þáttur fyrir ungt fólk. Við spurðum Katrínu spjörunum úr en hún kveðst hafa sérstakan áhuga á stílabókum og veskjum.

Get­ur þú lýst þínum fata­stíl? Myndi segja að hann væri frekar einfaldur og flestar flíkur í fataskápnum eru svartar.

Fyr­ir hverju fell­ur þú yf­ir­leitt? Ég er eitthvað veik fyrir stílabókum og veskjum eins furðulega og það hljómar, ég á alltaf þetta tvennt á lager.

Hvað er nauðsyn­legt að eiga í fata­skápn­um sín­um í vetur? Fyrir mig eru það eins kósí og fyrirhafnarlausar flíkur og finnast. Og skó.

Hvaða mis­tök gera kon­ur í klæðaburði að þínu mati? Ég myndi ekki segja að konur eða karlar geri beint mistök í klæðaburði, ætli þetta snúist ekki bara um mismunandi smekk. Kannski finnst fólki einhver vera að gera „mistök í klæðaburði“ þegar hann eða hún er ekki með sama stíl og viðkomandi.

Hvað dreym­ir þig um að eign­ast? Hús.

Hver er nýjasta flík­in í fata­skápn­um þínum? Dimmrauðir skór.

Hvað vant­ar í fata­skáp­inn þinn? Alltof margt en þó ekkert í senn.

Í hvað mynd­ir þú aldrei fara? Þori ekki að taka fyrir neitt, maður veit aldrei hverju maður gæti tekið upp á. 

Eru ein­hver tísku­slys í fata­skápn­um þínum? Eflaust, ætli tíminn leiði það ekki í ljós.

Áttu þér uppáhaldshönnuð? Ekki beint. En verslunin & Other Stories er í miklu uppáhaldi og þar með hönnunarteymið þar.

Ef þú ynnir millj­ón í Happ­drætti DAS, hvað mynd­ir þú kaupa þér? Hús í útlöndum fyrir fjölskyldu, vini, gesti og gangandi.

Katrín er hrifin af versluninni & Other Stories.
Katrín er hrifin af versluninni & Other Stories. Skjáskot af stories.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál