Þetta eru best klæddu kennararnir í HÍ

Svona líta best klæddu kennararnir í Háskóla Íslands út.
Svona líta best klæddu kennararnir í Háskóla Íslands út.

Helgi Gunnlaugsson, dósent við félags- og málvísindadeild, Elmar H. Hallgríms, lektor við viðskiptafræðideild, Magnús Diðrik Baldursson, skrifstofustjóri rektorsskrifstofu, Bjargey Anna Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri í umhverfis og auðlindadeild, og  Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, eru best klæddu kennarar og starfsmenn Háskóla Íslands að mati Stúdentablaðsins.

Árelía Eydís segir að þessi titill að vera á meðal best klæddu kennaranna setji á hana aukna pressu.

„Það setur aukna pressu á að mæta ekki í gömlu joggingbuxunum,“ segir hún og bætir við:

„Það er bara gaman að þessu - ég tek þetta ekki alvarlega - ég held að allir kennarar séu nokkuð vel klæddir en við kannski bara til í að vera með. Ég hef mjög gaman af fötum, skarti, blingi og er meðvituð um að klæða mig helst ekki oft í svart. Ég er reyndar á myndinni í kjól sem er svart/hvítur. Það er aðallega vegna þess að mér finnst íslenskar konur ekki nægilega duglegar að klæða sig í regnbogans liti og elska auðvitað skó,“ segir hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál