13 ára frumkvöðull með eigin fatalínu

Isabella Rose Taylor er 13 ára gamall frumkvöðull.
Isabella Rose Taylor er 13 ára gamall frumkvöðull. Ljósmynd/David Heisler

Isabella Rose Taylor er 13 ára gamall frumkvöðull sem hefur vakið mikla athygli að undanförnu, en hún hannar föt fyrir aðra táninga. Hönnun Taylor er öðruvísi og skemmtileg og hefur hún notið mikilla vinsælda hjá táningsstelpum.

Taylor byrjaði að selja hönnun sína í lítilli verslun í Austin í Texas. Eftir að hún fór að nota samfélagsmiðla til að markaðssetja fatalínuna fangaði hún athygli stjórnenda verslunarkeðjunnar Nordstrom, og eru fötin nú komin í sölu í verslunum þeirra. 

„Isabella hefur þann sérstaka eiginleika að búa til skemmtileg og stílhrein föt sem höfða vel til kúnnahóps hennar, sem einnig eru jafningjar hennar,“ sagði Jennifer Jackson, innkaupastjóri barnavörudeildar Nordstrom, í samtali við Women’s Wear Daily.

Fatalínan hefur notið mikilla vinsælda, og var meðal annars sýnd á tískuvikunni í New York nú í vor. 

Taylor byrjaði að sauma föt á sjálfa sig eftir að hún fór á saumanámskeið þegar hún var 8 ára, en eins og margir frumkvöðlar þá vann hún vöruna út frá eigin þörfum. Taylor fannst fötin í barnadeildum ekki höfða til sín þar sem þau væru of barnaleg, og þá fannst henni fötin í dömudeildum of fullorðinsleg. Hún ákvað því að fara milliveginn með sína hönnun, sem fór strax að vekja athygli hjá stelpum sem stoppuðu hana úti á götu til að spyrja hvar hún hefði keypt fötin. 

Taylor ákvað að hefja framleiðslu á fatnaðinum og fékk mikla hjálp frá foreldrum sínum og fleiri aðilum. Nú er fatnaðurinn framleiddur í Los Angeles, en í framhaldinu hyggst Taylor einnig hanna skartgripi fyrir stelpur. Taylor vill veita frumkvöðlum framtíðarinnar innblástur.

Hönnun Taylor er öðruvísi og skemmtileg.
Hönnun Taylor er öðruvísi og skemmtileg. Ljósmynd/David Heisler
Hönnunin hefur notið mikilla vinsælda hjá táningsstelpum.
Hönnunin hefur notið mikilla vinsælda hjá táningsstelpum. Ljósmynd/David Heisler
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál