Frozen-kjóllinn gerir allt vitlaust

Pallíettur og bómull mætast á lokkandi hátt.
Pallíettur og bómull mætast á lokkandi hátt.

Helgu Ólafsdóttur, yfirhönnuði hjá Ígló&Indí, fannst ekki annað hægt en að hafa nóg af silfri, pallíettum og mjúkri bómull í jólalínu fyrirtækisins. Silfurkjóllinn gengur undir nafninu Frozen-kjóllinn og hefur slegið í gegn hjá íslenskum snótum og svo hefur pallíettupilsið og bleiki bolurinn með pallíettukraganum fengið ótrúleg viðbrögð. Bæði hjá mæðrum og dætrum.

„Það er frábært að sjá viðbrögð viðskiptavinanna við þessari línu, bæði hjá stelpum og strákum. Við fengum systkini í búðina í gær og þegar við sýndum þeim flíkurnar úr jólalínunni var stelpan ákveðin í að fá Frozen-kjólinn og bróðir hennar vildi ólmur ljósu spariskyrtuna til að vera í stíl,“ segir Helga.

Frozen-kjóllinn er eftirsóttur.
Frozen-kjóllinn er eftirsóttur.
Hér er bolurinn og pilsið notað saman.
Hér er bolurinn og pilsið notað saman.
Frozen-kjóllinn er úr vönduðu silfurefni.
Frozen-kjóllinn er úr vönduðu silfurefni.
Ljósa skyrtan er ævintýraleg.
Ljósa skyrtan er ævintýraleg.
Svo er hægt að nota bolinn einan og sér.
Svo er hægt að nota bolinn einan og sér.
Það er stemning í þessari skyrtu.
Það er stemning í þessari skyrtu.
Rautt er alltaf svolítið jólalegt.
Rautt er alltaf svolítið jólalegt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál