Baltasar Kormákur andlit 66°Norður

Baltasar Kormákur er andlit 66°NORÐUR í Danmörku.
Baltasar Kormákur er andlit 66°NORÐUR í Danmörku.

Baltasar Kormákur leikstjóri situr fyrir í herferð 66°Norður í Danmörku. Myndir af leikstjóranum í 66°NORÐUR fatnaði munu prýða auglýsingar í dönskum fjölmiðlum en fyrirtækið opnaði verslun í miðborg Kaupmannahafnar á dögunum.

„Til að kynna opnun nýrrar verslunar í Kaupmannahöfn langaði okkur að fá til liðs við okkur Íslending sem er að gera spennandi hluti á alþjóðavettvangi og er jafnframt að nota fatnað okkar í leik og starfi. Baltasar smell passaði því í þetta verkefni,“ segir Bjarney Harðardóttir, markaðsstjóri 66°Norður.

„Opnunin verslunar í Danmörku er spennandi skref fyrir fyrirtækið. Viðtökurnar hafa verið mjög góðar á þeim stutta tíma sem verslunin hefur verið opin og ljóst er að mikill áhugi er fyrir vörumerkinu þar í landi,“ segir Bjarney. Í versluninni má finna fatnað á herra, dömur og börn. Verslunin er um 130 fermetrar, staðsett á Sværtegade 12, skammt frá Strikinu. Hún hönnuð af Gonzalez-Haase arkítektum frá Berlín. Um er að ræða fyrstu verslun 66°Norður erlendis sem rekin er alfarið af fyrirtækinu.

Þessi mynd var tekin í versluninni í Danmörku.
Þessi mynd var tekin í versluninni í Danmörku.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál