Flík 2014 var logo „sweatshirt“

Stefán Svan Aðalheiðarson veit allt um fatatísku.
Stefán Svan Aðalheiðarson veit allt um fatatísku.
„Ég fékk hugmyndina að síðunni eftir að hafa verið að selja fötin mín og vina minna á Facebook-síðu um nokkurt skeið. Einnig hef ég tekið þátt í fjölmörgum fatamörkuðum sem alltaf hafa gengið vel,“ segir Stefán Svan Aðalheiðarson fatahönnuður sem er forsprakki síðunnar, Merkjavara föt, skór og aukahlutir á Facebook. 
Stefán Svan segir að síðan sé hugsuð fyrir þá sem lúra á merkjavöru heima hjá sér og sé tækifæri fyrir þá sem þrá að eignast fínerí fyrir sanngjarnt verð. Hann segist hafa reynslu af því að fatnaður eigi það til að hrannast upp og þá sé betra að koma honum í hendur þeirra sem vilja njóta.
„Endurnýting er lykilorðið hér og það er mikill áhugi á vandaðri vöru og fólkið veit að það þarf að borga aðeins meira fyrir hana. Það virðist alls seljast vel á síðunni svona við fyrstu sýn, ég held að þetta séu mest merki sem fólk hér heima þekkir vel til og þar af leiðandi eru þau eftirsóknarverð.
Þegar Stefán er spurður að því hvernig hann hagi sínum eigin fatakaupum segist hann aðallega kaupa mjög vandaðar vörur.
„Ég reyni að kaupa mér vönduð föt en færri. Þetta hef ég tileinkað mér í seinni tíð. Ég reyni að kaupa mér það sem ég veit að ég mun nota lengi og forðast tískubylgjur (það tekst þó ekki alltaf). Svo verða kaupin að passa við fataskápinn. Ég snobba samt alveg fyrir merkjum sem ég kann vel við og sæki oft aftur í það sama.“
Stefán kaupir þó alls ekki eingöngu merkjavöru heldur blandar saman dýrari merkjum við ódýrari.
„Ég blanda öllu saman, það skiptir engu hvað það kostar. Ég versla mikið í Rauða krossinum og þeim búðum og þar finn ég oftast bestu flíkurnar.“
Ertu með eitthvað súpergott ráð til að vera smart í þessum kulda?
„Eina ráðið til að vera smart í svona kulda er að klæða sig vel, það er ekkert eins ósmart og að vera illaklæddur. Sokkalaus í ballerínuskóm eða á bolnum undir jakkanum.
Hver var flík ársins 2014?
„Flík 2014 var logo „sweatshirt“ sem heldur ótrauð áfram inn í nýja árið og ég held að fyrir næsta ár verði mokkajakkinn alveg málið!“
Á síðunni er fjólublár J Crew jakki til sölu.
Á síðunni er fjólublár J Crew jakki til sölu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál