Best klæddu vinkonurnar „spottaðar“

Kristín Ólafsdóttir og Hildur Hafstein í Lundúnum. Kristín er í …
Kristín Ólafsdóttir og Hildur Hafstein í Lundúnum. Kristín er í pels en Hildur í einni af sínum frægu ullarslám. Ljósmynd/STU Fashion Blog

Skartgripahönnuðurinn Hildur Hafstein hefur í gegnum tíðina þótt ein best klædda kona landsins og hefur trónað á toppi slíkra lista ásamt vinkonu sinni, Kristínu Ólafsdóttur, kvikmyndaframleiðanda og eiginkona Björgólfs Thors Björgólfssonar. Í byrjun desember voru þær tvær staddar í Notting Hill í Lundúnum og í framhaldinu birtist mynd af þeim á bloggsíðunni, STU Fashion Blog, þar sem Kristín er í pels og Hildur í einni af sinni frægu ullarslám. Þegar Hildur er spurð út í myndina segir hún að þær vinkonurnar hafi verið á röltinu í Lundúnum í byrjun desember þegar þær voru stoppaðar af ljósmyndara.

„Slánna fékk ég fyrir mörgum árum á ítölsku eyjunni Capri þar sem ég var einmitt með Kristínu. Þessi flík er frá Jemen og sambærilegar flíkur eru notaðar í trúlofunarveislum, það er eitthvað svo fallegt. Þessi slá er algjört uppáhald og mikið meistarastykki, eiginlega bara listaverk,“ segir Hildur

Þegar Hildur er spurð að því hvort hún sé mikið jólabarn segir hún svo ekki vera en hún segist þó alltaf njóta aðventunnar vel.

„Mér finnst stundum dálítið stress í desember en líka tilhlökkun. Svo er rosalega gaman að taka þátt í jólavertíðinni þegar maður stendur í verslunarrekstri, það er að mörgu að huga og þar sem ég framleiði líka skartgripina mína sjálf, eða við á verkstæðinu, þá byrjar sá undirbúningur í rauninni í byrjun október. Núna er búðin full af fallegum gersemum, fullt af nýjum og fallegum festum, sem og armböndum og eyrnalokkum. Svo tók ég líka inn ný erlend skartgripamerki núna fyrir jól svo það er af nógu af taka til að setja í jólapakkana,“ segir Hildur en hún rekur skartgripaverslunina Hildur Hafstein Workshop á Klapparstíg.

Sjálf býr Hildur í Valencia um þessar mundir og mun því halda svolítið öðruvísi jól.

„Jólin sjálf eru svo meira fyrir börnin og það er auðvitað yndislegt að borða góðan mat og gleðjast saman, mætti samt oft vera rólegra yfir jólahátíðina. Þetta árið hefur verið erfitt að komast í alvöru jólaskap þar sem við búum núna á Spáni og hér eru 18 gráður og sól næstum uppá hvern dag. En við erum á leiðinni í fjöllin og ætlum að eyða jólunum á skíðum í Pyreneafjöllunum í þetta skiptið, það verður án ef jólalegt,“ segir hún.

Hildur segist oftast kaupa jólagjafirnar á síðustu stundu og leggi yfirleitt mikið upp úr því að þær séu keyptar á Íslandi. „Núna var ég í fyrra fallinu þar sem við sendum gjafirnar heim og ég verslaði mikið í fallegu fatabúðunum hér í Valencia.“

Aðspurð að því hvort hún geri eitthvað sérstakt í desember segir hún svo vera.

„Í desember er alltaf ferð með góðum vinum á Jómfrúnna og ég saknaði þess virkilega í ár. Svo er árlegi desembersaumaklúbburinn okkar vinkvennanna einn af hápunktum jólamánaðarins, en því miður missi ég líka af honum í ár, það er smá bömmer.“

Eftirminnilegustu jólin?

„Það var þegar við fórum fyrir nokkrum árum stórfjölskyldan til Frakklands á skíði. Við urðum veðurteppt og innlyksa í London þar sem við millilentum, og öllum flugum yfir til Frakklands var aflýst. Við biðum á flugvallarhóteli í tvær nætur áður en við tókum lest yfir til Parísar og þaðan fleiri lestir og rútur á áfangastaðinn. Komum í skíðadalinn Meríbel korter í jól með engar töskur og vorum á gammosíunum á aðfangadagskvöld. Þetta var hressandi vægast sagt og tók aðeins á taugarnar, en það sem bjargaði okkur þessari leið var frábær félagsskapur vina okkar og skáfjölskyldumeðlima Unnar Aspar og Bjössa Thors. Ógleymanleg jól“

Fjaðrir eru mjög mikið Hildur og hér má sjá hvað …
Fjaðrir eru mjög mikið Hildur og hér má sjá hvað þær koma fallega út sem skartgripur.
Drottningarlegt hálsmen úr smiðju Hildar Hafstein.
Drottningarlegt hálsmen úr smiðju Hildar Hafstein.
Hildur er sérstaklega hrifin af dúskum og notar þá mikið …
Hildur er sérstaklega hrifin af dúskum og notar þá mikið í hönnun sína.
Fallegt hálsmen eftir Hildi Hafstein.
Fallegt hálsmen eftir Hildi Hafstein.
Kristín Ólafsdóttir og Hildur Hafstein í Lundúnum í byrjun desember.
Kristín Ólafsdóttir og Hildur Hafstein í Lundúnum í byrjun desember. Ljósmynd/STU Fashion Blog
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál