Hötuðustu tískustraumar ársins

Rihanna er oft með svokallað choker-hálsmen.
Rihanna er oft með svokallað choker-hálsmen. AFP

Hópur lesenda Who What Wear tók þátt í könnun á heimasíðu þeirra. Í könnuninni voru lesendur beðnir um álit sitt á nokkrum vinsælum tískustraumum en þetta eru þeir hötuðustu.

Choker-hálsmen: Þröng hálsmen voru afar vinsæl á tíunda áratugnum. Þau urðu svo aftur eftirsótt á þessu ári en 75% lesenda Who What Wear sögðust ekki vera hrifnir af svokölluðum choker-hálsmenum.

Pils yfir buxur: 43% svarenda sögðust ekki kunna að meta þetta „trend“.

Að blanda kvenlegum og karlmannlegum flíkum saman: 61% lesenda var ekki hrifið af þeirri tilraunastarfsemi.

Peysa sem trefill: 37% lesenda kváðust ekki vilja nota peysu sem trefil því það væri ekki smart.

Þau „trend“ sem voru hinsvegar dýrkuð og dáð af lesendum Who What Wear voru t.d. föt innblásin frá áttunda áratug seinustu aldar, glitrandi skór og þegar ólíkum mynstrum er blandað saman.

Fólk virðist ekki vera hrifið af því að nota peysu …
Fólk virðist ekki vera hrifið af því að nota peysu sem trefil. whowhatwear.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál