Leitar að pallíettuefni í Lundúnum

Erna Hrönn hefur hingað til lagt mikinn metnað í kjólana …
Erna Hrönn hefur hingað til lagt mikinn metnað í kjólana sem hún hefur klæðst á Söngvakeppni Sjónvarpsins.

Söngkonan Erna Hrönn er einn af keppendum í Söngvakeppni sjónvarpsins. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hún tekur þátt. Eitt af því sem hún hefur alltaf lagt mikla áherslu á er að vera vel búin og hefur hún skartað afar fínum kjólum í þessari keppni. Í ár ætlar hún að ganga skrefinu lengra og er nú stödd í Lundúnum til að kaupa efni í kjólinn.

„Kjóllinn verður algjört æði og er ég í þessum töluðu orðum að þræða efnabúðir í Lundúnum í leit að hinu fullkomna pallíettuefni. Ég get ekki alveg afhjúpað hvernig kjóllinn verður því eitthvað verður að koma á óvart en ég get sagt þér að hann verður rosalegur,“ segir Erna Hrönn.

„Kjóllinn verður aðsniðin með slóða og skoru, þarf nokkuð meira? Saumakonan mín er þessa stundina heima að sníða og bíður spennt eftir að fá efnið í hendurnar á mánudag og verður svo í yfirvinnu við að sauma svo hann verði klár á laugardeginum,“ segir hún. Erna Hrönn fékk ráðleggingar varðandi snið og efni hjá búningahönnuðinum Maríu Ólafsdóttir en Elma Bjarney Guðmundsdóttir mun sjá um að sníða og sauma kjólinn.

Erna Hrönn á sviðinu í hvítum síðkjól úr vönduðu og …
Erna Hrönn á sviðinu í hvítum síðkjól úr vönduðu og fínu efni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál