66°Norður opnar barnafataverslun í Illum

66°Norður er komið inn í Illum í Kaupmannahöfn.
66°Norður er komið inn í Illum í Kaupmannahöfn.

Hönnunarteymið HAF hannað nýja barnaverslun 66°Norður í Illum í Kaupmannahöfn og var mikil gleði á laugardaginn þegar verslunin var opnuð.

Árið 2013 festi ítalska fyrirtækið La Rinascente kaup á Illum og hefur undanfarið ár lagt mikið fjármagn í að endurbæta útlit og skipulag verslunarinnar og er ljóst að þessi 123 ára danska verslun er nú komin í hóp allra glæsilegustu verslana Evrópu.

Í tilefni af opnuninni var flaggað.
Í tilefni af opnuninni var flaggað.

„Illum leggur mikinn metnað í að bjóða upp á sterk og vönduð vörumerki og er það því mikill heiður fyrir 66°Norður að vera eitt af þeim merkjum sem verslunin teflir fram. Við leggjum áherslu á að framleiða barnafatnað úr bestu fáanlegu efnum enda er yngsta kynslóðin kröfuharðir útivistargarpar sem fara út í öllum veðrum. Forsvarsmenn Illum telja barnafatnað 66°Norður sameina fallega hönnun og gæði sem standast ýtrustu kröfur viðskiptavina þeirra. Þetta er mjög spennandi skref fyrir okkur og við hlökkum til að aðstoða yngstu útvistargarpana í Kaupmannahöfn við að takast á við dönsku lægðirnar,“ segir Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°NORÐUR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál