„Fallegara að hafa pilsin síðari þegar maður eldist“

Svava Johansen var flott á forsíðu MAN í lok síðasta …
Svava Johansen var flott á forsíðu MAN í lok síðasta árs. Ljósmynd/Guðmundur Þór Kárason

Svava Johansen forstjóri NTC er ekki hrifin af of stuttum pilsum og engum sokkabuxum. Hún segir að það sé fallegra að vera í síðari pilsum þegar konur eldast í viðtali við <a href="http://nudemagazine.moi.is/vidtal-svava-johansen-gefur-konum-a-besta-aldri-god-rad/">Nudemagazine. </a>

„Mér finnst alltaf fallegast að klæðast einhverju töff í bland við klassískt, það býr til svo flott tvist. Það er auðvelt að fara yfir strikið svo gott er að fá ráðgjöf í verslunum. Hver og ein kona finnur hvaða verslun eða stíll hentar. Persónulega finnst mér of stutt pils og engar sokkabuxur ekki ganga fyrir konur sem komnar eru yfir vissan aldur þótt klárlega sé það einstaklingbundið. Almennt er fallegara að hafa pilsin síðari þegar maður eldist.“

Í viðtalinu er hún spurð að því hvernig hún upplifið það sjálf að eldast. Svava segir að henni líði best í gallabuxum, skyrtu eða bol og klæði sig gjarnan í fallega jakka við. 

„Mér finnst líka gaman að vera í jakkafötum en þau eru einmitt að koma sterk inn. Mér finnst þröng svört og brún jakkaföt mjög flott. Ég er orðin dömulegri með aldrinum og meðvituð um að ég er ekki lengur tvítug en mér finnst stundum gaman að fara í pínu djarft og þá fer ég í klassískt á móti þannig að heildarútlitið sé yfirvegað.“

Svava Johansen með starfsfólki NTC.
Svava Johansen með starfsfólki NTC.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál