Aukahlutir sem verða flottari með árunum

Tískan fer í hringi en sumir aukahlutir eldast betur en …
Tískan fer í hringi en sumir aukahlutir eldast betur en aðrir.

Þó að tískan sé sögð fara í hringi eldast sumir tískustraumar betur en aðrir. Á heimasíðu Vogue má finna dæmi um sjö aukahluti sem eru góð fjárfesting þar sem þeir verða bara flottari með árunum.

Chuck Taylor-skór frá Converse. Klassík sem eldist vel.

Speedy-taskan frá Louis Vuitton. Þessi taska kostar skildinginn en endist von úr viti.

Stór hattur. Þessi kemur úr smiðju Rag & Bone. Klassískur hattur; var flottur árið 1970 og árið 2015.

Úr með leðuról. Octo solotempo-úrið frá Bulgari er dæmi um úr sem eldist vel. Gullfalleg hönnun sem verður eflaust seint þreytt.

Birkenstock-sandalarnir klassísku. Fyrirtækið var stofnað árið 1774, síðan þá hafa sandalarnir komist í tísku aftur og aftur.

Birkin-handtaskan frá Hermés. Verður bara fallegri með árunum.

Gommino driving-skór frá Tods. Alltaf flottir, fyrir bæði konur og karla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál