Vigdís Hauks selur Gyðju stígvél

Vigdís Hauksdóttir.
Vigdís Hauksdóttir.
Þingmaðurinn Vigdís Hauksdóttir var að taka til í skápunum heima hjá sér og fann í tiltektinni bleik leðurstígvél frá Gyðja Collection og ákvað að skella þeim á sölusíðuna Merkjavara, föt, skór og aukahlutir, sem notið hefur mikilla vinsælda. Í samtali við Smartland Mörtu Maríu segist hún hafa verið búin að gleyma að hún ætti þau.
 
„Ég keypti þau fyrir löngu síðan - ætlaði alltaf að nota þau eða „vígja þau“ við sérstakt tækifæri. En svo eru þau allt of stór - skil ekki enn þá hvers vegna ég keypti þau. Ég virðist hafa fallið fyrir þeim og ekki hugsað málið lengra á meðan kaupum stóð yfir - en liturinn var ekki til í minna númeri,“ segir hún og bætir við.
Ef einhvern langar í þau - þá eru þau föl - betra að einhver flott kona spóki sig í þeim í stað þess að þau húki í myrkri inn í skáp hjá mér,“ segir hún.
Stígvélin eru frá Gyðju og eru í stærð 40.
Stígvélin eru frá Gyðju og eru í stærð 40.
Hællinn á stígvélunum er rosalegur.
Hællinn á stígvélunum er rosalegur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál