Flottustu og dýrustu úr í heimi uppseld!

Fallegustu úr í heimi? Að minnsta kosti með þeim allra …
Fallegustu úr í heimi? Að minnsta kosti með þeim allra dýrustu. MYND: Patek Philippe

Flest höfum við heyrt um úrin fínu frá Rolex og Breitling en færri vita af Patek Philippe-úrunum sem þykja með því allra fínasta sem fæst hér á jörðu. 

Til að fagna 175 ára afmæli sínu setti svissneski úraframleiðandinn Patek Philippe sex stykki á markað en úrin þykja með því sjaldgæfasta og fínasta sem hægt er að fá og merkilegt nokk seldust þau strax upp þegar salan var boðuð. 

Afmælisúrið, sem kallast Grandmaster Chine, inniheldur 1.366 einingar og er úr 18 karata rósargulli. 

Fallegur kassi utan um fallegt úr.
Fallegur kassi utan um fallegt úr. MYND: Patek Philippe

Stykkið kostar 2,5 milljónir bandaríkjadala eða 345 milljónir íslenskra króna sem er dágóð summa. 

Þetta er mikil listasmíð en til að fá að kaupa stykki þurftu áhugasamir kaupendur að mæta í sérstakt viðtal til úrameistara Patek Philippe Thierry Stern. 

Einstök listasmíð.
Einstök listasmíð. MYND: Patek Philippe

Úrið fagra þykir sérstakt meðal annars vegna þess að því má snúa á tvo vegu, önnur hliðin sýnir tímann en hin sýnir dagatalið. 

Meira um þetta merkilega úr má lesa HÉR.

Hefur þú efni á svona úri?
Hefur þú efni á svona úri? MYND: Patek Philippe
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál