„Ég sjálfur mun skína þarna í gegn“

Sir Arnar Gauti opnar vef.
Sir Arnar Gauti opnar vef.

Arnar Gauti Sverrisson, tískuspekúlant og áhugamaður um hönnun hyggst opna sinn eigin vef í lok apríl. Nafnið á vefmiðlinum verður nokkuð frumlegt, - Sir Arnar Gauti! 

„Þetta er svona hönnunarblogg og um leið magasín. Ég er búin að lifa og hrærast í tuttugu og fimm ár í heimi hönnunar og tísku og nú langar mig að tjá mig um þekkingu mína á eigin vettvangi,“ segir Arnar Gauti. 

„Ég ætla að skrifa um sögu merkilegra hönnunargripa en margir þekkja ekki skemmtilegu og mannlegu hliðina sem fylgir þessum gripum. Þeir eiga sér flestir stórmerkilega sögu,“ segir Arnar Gauti en vefinn mun hann vinna í samstarfi við vinkonu sína Jóhönnu Pálsdóttur sem sér um markaðshliðina. 

Arnar Gauti mun láta sér fátt óviðkomandi á þessum nýja vef en áhugamál hans eru nokkuð fjölbreytt. 

„Ég mun skrifa um tísku, hönnun, mat og bara allt það sem ég hef áhuga á og gaman af. Ég sjálfur mun skína þarna í gegn af því ég mun aðeins skrifa um það sem ég hef gaman af og vekur áhuga minn. Með því að fara í gegnum síðuna mun lesandinn kynnast mér í leiðinni,“ útskýrir hann og bætir við að til dæmis muni hann skrifa mikið um Íslenska Dansflokkinn og annað sem vekur áhuga hans í listaheiminum.  

„Vefurinn verður heilt yfir um lífsstíl, minn lífsstíl.“ 

Spurður að því hvort hann ætli daglega að birta nýtt efni segir Arnar að það muni fara eftir aðstæðum. 

„Ég legg upp úr að opna vefinn með nokkuð miklu efni þannig að það verður nóg að lesa og skoða. Sjálfur er ég einstæður faðir en við erum með viku og viku skiptingu. Í þær vikur sem börnin verða hjá mömmu sinni þá mun ég eflaust skrifa meira,“ segir Arnar Gauti að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál