„Er ljótleiki í tísku?“

Fyrirsæturnar hjá Haryono Setiadi voru ekki beint með fallega hárgreiðslu. …
Fyrirsæturnar hjá Haryono Setiadi voru ekki beint með fallega hárgreiðslu. Skjáskot af Daily Mail. dailymail.co.uk

„Er ljótleiki í tísku?“ Þetta er spurning Andreu Magrath, blaðamanns Daily Mail, sem kviknaði þegar hún fjallaði um nýjustu tískustrauma sem kynntir voru á dögunum á tískuvikunni í Ástralíu.

Magrath tók merkin Haryono Setiadi og One Fell Swoop sérstaklega fyrir en henni fannst ekki mikið til hársins og förðunarinnar koma. Fyrirsætur One Fell Swoop skörtuðu sleiktu hári og afar dökkri augnförðun og það verður að viðurkennast að módelin voru ekki upp á sitt besta á tískupallinum.

Magrath segir fyrirsæturnar hafa verið gerðar „ljótar“ fyrir sýninguna þar sem hárinu var „klínt“ við andlit þeirra þannig að hárið leit út fyrir að vera fitugt að hennar mati. Augnförðunin gerði svo illt verra þar sem fyrirsæturnar litu út fyrir að vera „uppgefnar“ með dökkan augnskugga á öllu augnsvæðinu.

Næst tók Magrath merkið Haryono Setiadi fyrir. Hún segir „óvenjulegar“ hárgreiðslurnar hafa dregið það versta fram í fyrirsætunum því þær litu út fyrir að hafa greitt yfir skallann.

Magrath var ekkert að skafa af því í pistli sínum en margir virðast vera sammála henni enda um afar sérstaka förðun og hárgreiðslu að ræða.

Förðunin hjá One Fell Swoop dró ekki það besta fram …
Förðunin hjá One Fell Swoop dró ekki það besta fram í fyrirsætunum. dailymail.co.uk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál