Þyngsta fyrirsætan aldrei farið í megrun

Tess Munster hefur aldrei farið í þynningu.
Tess Munster hefur aldrei farið í þynningu. Ljósmynd/tessmunster.com

Tess Munster er stærsta plús-size fyrirsæta í heimi en hún notar föt í stærð 24. Hún hefur gert það gott í fyrirsætuheiminum og meðal annars verið mynduð af David LaChappelle fyrir ítalska Vogue. Hún hefur einnig starfað sem fyrirsæta fyrir fatamerkið Yours og Simply Be.

Munster, sem býr í Los Angeles, reyndi fyrst fyrir sér sem fyrirsæta þegar hún var 15 ára en lenti fljótt á vegg því hún þótti og lágvaxin og of mjúk. Á þessum tíma notaði hún stærð 16. Hún fór að vinna í kringum tískuheiminn, starfaði baksviðs á tískusýningum og þá áttaði hún sig á því að hún vildi starfa við tískuheiminn og vildi ekki gera neitt annað. Á þessum tíma hafði hún ekki hugmynd um að hún gæti unnið sem fyrirsæta því plús-size fyrirsætur voru ekki komnar í tísku þá. Það var ekki fyrr en Mia Tyler kom fram á sjónarsviðið að Munster áttaði sig á því að hún ætti séns.

Í viðtali við Guardian segir Munster að það hafi aldrei hvarflað að henni að fara í megrun þótt flestir í kringum hana væru á Weight Watchers kúrnum. Hún segir að það hafi aldrei og muni ekki hvarfla að henni að breyta sjálfri sér til að gera aðra í kringum hana hamingjusama. Á sama tíma segir hún að flestir séu að glíma við sína eigin sjálfsmynd og allir séu með einhverja komplexa og hún sé ekkert undanskilin því.

Hún segir að hún hafi sérstöðu með því að nota föt í stærð 24 og það sé alveg pláss fyrir hana á markaðnum. Eina vandamálið sé að fataframleiðendur séu ekki að gera sér nægilega mikla grein fyrir þessu og bendir á að stór hluti heimsins sé í yfirvigt og því ætti þörfin fyrir plús-size fyrirsætur að vera mikil.

Tess Munster er stærsta plús-size fyrirsæta í heimi.
Tess Munster er stærsta plús-size fyrirsæta í heimi. Ljósmynd/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál