Kaupir bara föt í Mótor

Ágústa Eva Erlendsdóttir.
Ágústa Eva Erlendsdóttir. Morgunblaðið/Golli
Leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir hefur sinn eigin fatastíl en það sem færri vita að öll fötin sem hún kaupir koma úr sömu versluninni. 
„Ég kaupi BARA föt í Mótor í kringlunni. Það eru allir rosa hissa á þessu og það er ekkert rosalega smart en það kannski ágætt á móti öllu pjattinu í fólki. Ég veit um fólk sem vill bara versla í ákveðnum búðum sem hafa einhvern ákveðinn fínan stimpil á sér en það er fáránlegt, ég fer alltaf í allar búðir og finn ekkert. Búðirnar sem allt kostar tugi þúsunda en nei, enda alltaf í Mótor og finn alltaf eitthvað. Kjóla fyrir tilefni þar sem ég þarf,“ segir Ágústa Eva. 
Ágústa Eva fékk ógeð á verslunarferðum þegar hún lék Silvíu Nótt því helmingurinn af tímanum sem fór í það hlutverk fór í að kaupa og finna föt. 
„Ég fékk algert ógeð á því,“ segir hún og hlær og bætir við:
„Þannig að núna þoli ég eiginlega ekki að versla, en ég þarf þess. Sérstaklega þegar ég þarf að koma einhvers staðar fram. En það sem hefur komið mér mest á óvart er að þegar ég þarf að koma fram og ætla mér að finna eitthvað rosa fínt og hugsa kannski ekki um að setja fyrir mig peninginn. Labba ég oftast inn í dýrar verslanir og merkjabúðir, búð af búð og finn ekki alveg eitthvað sem ég er 100% sátt við og munum að ég er ekki að setja fyrir mig verðið. Svona fer ég búð af búð og svo fer ég á einhverjum tímapunkti inn í Mótor í Kringlunni eða þegar ég er erlendis til dæmis í NY er svipuð saga. Það er ekki alltaf flottasta í merkja búðunum og dýrustu búðunum. Ég kom heim frá NY með æðisleg föt og þau voru ekki úr merkjabúð, þau voru úr búð sem leit út eins og lagersala.“
Ágústa Eva segist oft fara inn í dýrar búðir en fái oftar en ekki innlokunarkennd. 

„Oft fer ég í vinsælar merkjaverslanir með það eitt að markmiði að kaupa eitthvað, með verslunar innilokunarkennd og höfuðverk (af því að ég er eiginlega komin með óþol fyrir verslunum) og svo enda ég með að kaupa eitthvað, bara af því að ég nenni ekki að vera lengur að versla - þá er ég kannski búin að þræða hálfa verslunarmiðstöð. En það er sjaldan eitthvað sem ég er hrópandi húrra yfir. Þetta á sérstaklega við kjóla og fín föt. Nú er ég bara farin að fara beint í Mótor og sleppi þjáningunni við að þræða verslunarmiðstöðvar í leit að kjólum. Ég fór seinast núna um helgina. Átti að fara að syngja á árshátíð Símans, var að koma úr tökum og svo með sýningu á Línu Langsokk. Ég hoppaði inn, hafði hálftíma áður en ég átti að mæta annað og viti menn ég fann æðislegt dress sem var eins saumað á mig. Ég hafði líka hugsað mér jafnvel að vera í samfestingi og viti með ég fannhann líka, hálsmen, armbönd. Ég lenti eiginlega í veseni því ég fann ekki bara eitt eða 2 dress sem ég tímdi ekki að sleppa. Ég labbaði út með 4 kjóla og tvo samfestinga. Starfsfólkið er eins og bestu vinir manns og eins tilgerðarlaust og hugsast getur. Ég segi bara niður með snobbið fyrir merkjavörum og lifi Mótor,“ segir hún og hlær. 
Ágústa Eva Erlendsdóttir er mikið í íþróttafötum og æfir í …
Ágústa Eva Erlendsdóttir er mikið í íþróttafötum og æfir í Mjölni. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál