Beyoncé og Lagerfeld eiga dýrustu snjallúrin

Skjáskot af heimasíðu ELLE. Beyoncé notaði snjallúrið frá Apple á …
Skjáskot af heimasíðu ELLE. Beyoncé notaði snjallúrið frá Apple á Coachella-hátíðinni um helgina.

Söngkonan Beyoncé er greinilega vandlát kona því dýrasta Apple-snjallúrið, sem fer í almenna sölu í lok apríl, dugði ekki fyrir hana. Slíkt úr kostar 2,3 milljónir króna. Beyoncé er skrefi á undan okkur hinum því hún er nú þegar búin að eignast Apple Watch-snjallúr sem er flottara en öll önnur.

Dýrasta úrið, Apple Edition, kostar 2,3 milljónir og er úr 18 karata gulli eða rósagulli og með leðuról. En armbandsúr Beyoncé er mun flottara en Apple Edition þar sem hennar úr er með gullól. Það snjallúr verður ekki fáanlegt úti í búð. En Beyoncé er reyndar ekki eina stjarnan sem á þetta eftirsótta snjallúr því hönnuðurinn Karl Lagerfeld hefur einnig skartað slíkri græju.

Ekki er vitað hvort þau Beyoncé og Lagerfeld hafa keypt sérsmíðuðu úrin eða hvort þau hafa fengið þau að gjöf frá Apple. En eitt er víst, ef þetta úr fengist keypt úti í búð þá myndi það kosta mun meira en 2,3 milljónir króna.

Aðstoðamaður Karl Lagerfeld, Sebastien Jondeau, birti mynd af snjallúrinu hans …
Aðstoðamaður Karl Lagerfeld, Sebastien Jondeau, birti mynd af snjallúrinu hans Lagerfeld. Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál