Ungfrú Ísland 1986 með hönnuðum í Lúx

Gígja Birgisdóttir og Ingibjörg Gréta Gísladóttir.
Gígja Birgisdóttir og Ingibjörg Gréta Gísladóttir. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Íslensk og ísraelsk hönnun verður í sviðsljósinu í Lúxemborg helgina 8. til 10. maí. Ingibjörg Gréta, framkvæmdastjóri Reykjavík Runway, hefur sett saman sýningu og pop-up verslun með íslenskri hönnun.

„Það verður gaman að kynna íslenska hönnun og ég er spennt að kynnast ísraelskri hönnun betur,” segir Ingibjörg Gréta Gísladóttir, framkvæmdastjóri Reykjavík Runway. Hún stendur fyrir pop-up verslun og sýningu á íslenskri hönnun í Lúxemborg á viðburðinum „Reykjavík, Luxembourg, Tel Aviv: Where art meets fashion and photography“.

Viðburðurinn er samstarfsverkefni Gia in Style í Lúxemborg, sem Gígja Birgisdóttir á og rekur, og TLVstyle Boutique Tour í Tel Aviv. Gígja Birgisdóttir varð þekkt á einni nóttu á Íslandi þegar hún varð Fegurðardrottning Íslands 1986. Í kjölfarið lá leið hennar út í heim og hefur hún nánast búið erlendis síðan. Gígja var 18 ára þegar hún vann í keppninni en hún hefur búið í Lúxemborg í 20 ár.

„Gígja hefur verið að tískuvæða Lúxemborg síðustu ár en við höfum þekkst frá því við vorum í Módelsamtökunum hér í den,” segir Ingibjörg og bætir við: „Við höfum verið að kynna silki- og kasmírklúta frá Saga Kakala í gegnum hana í Lúxemborg og nágrenni og í kringum þá vinnu kom þessi hugmynd upp, að hönnun og tíska frá þessum tveimur löndum myndi mætast í Lúxemborg.“

„Við leggjum upp úr að vera með ólíkar vörur sem segja sögur og sem þú getur ýmist sett á þig, klætt þig í eða skreytt þig með,” útskýrir Ingibjörg en íslensku merkin sem verða á sýningunni eru Erling design með silfur skartgripi, SIGGA MAIJA með fatnað, Saga Kakala með silkislæður, Further North með töskur og Soley Organics með snyrtivörur.

„Ég trúi á íslenska hönnun og hlakka til að fá viðbrögð frá erlendum aðilum,” segir Ingibjörg um viðburðinn sem hefur nú þegar vakið athygli í Lúxemborg og nágrenni. Auk íslensku og ísraelsku vörumerkjanna verður sýning á teikningum af götutísku borganna beggja, Reykjavíkur og Tel Aviv.

Sigga Maja, Ingibjörg Gréta Gísladóttir, Sóley Elíasdóttir, Erling Jóhannesson og ...
Sigga Maja, Ingibjörg Gréta Gísladóttir, Sóley Elíasdóttir, Erling Jóhannesson og Gígja Birgisdóttir. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
mbl.is

Spikið burt með einum plástri

12:17 Vísindamenn eru að þróa plástra sem geta minnkað fitu um 20 prósent. Bráðum getum við sleppt því að fara í ræktina og plástrað á okkur líkamann. Meira »

Áföllin komu Thelmu áfram

09:17 Thelma Dögg Guðmundsen opnaði sinn eigin vef á dögunum, Guðmundsen.is. Sjálf kynntist ég Thelmu örlítið þegar hún keppti í Ísland Got Talent í fyrra en hún syngur ákaflega vel og heillaði áhorfendur upp úr skónum. Thelma segir að áföll í lífinu hafi komið henni á þann stað sem hún er núna á. Meira »

Baðkarið var í eldhúsinu

07:00 Hollywood-stjörnur á borð við Susan Sarandon búa yfirleitt í glæsihýsum en það er ekki þar með sagt að þær hafi alltaf gengið um á marmara. Meira »

Trúboðastellingin sú næsthættulegasta

Í gær, 23:59 Nú er það komið í ljós að gamla góða rólega trúboðastellingin er alls ekki eins einföld og fólk heldur.   Meira »

Fallegt hönnunarhús í Hafnarfirði

Í gær, 21:00 Við Miðholt í Hafnarfirði stendur glæsilegt 199 fm einbýli sem byggt var 1992. Hugsað er út í hvert smáatriði í húsinu.   Meira »

Brjóstastækkun eftir barnsburð

Í gær, 18:00 Íslensk kona spyr Þórdísi Kjartansdóttur lýtalækni hvað hún þurfi að bíða lengi eftir barnsburð til að láta laga á sér brjóstin. Meira »

Einkabörn halda oftar framhjá

í gær Slæmar fréttir fyrir þá sem eru í sambandi með einkabarni en samkvæmt nýjustu tölum eru þau mun líklegri til þess að halda framhjá maka sínum. Meira »

Þessar tóku feilspor á rauða dreglinum

Í gær, 15:00 Það er ekki alltaf hægt að mæta best klæddur á rauða dregilinn. Reese Witherspoon og Modern Family-stjörnurnar Ariel Winter og Sarah Hyland fengu að finna fyrir því á Emmy-verðlaunahátíðinni. Meira »

Bergur Þór Ingólfsson stjarna kvöldsins

í gær 1984 í leikstjórn Bergs Þórs Ingólfssonar var frumsýnt í Borgarleikhúsinu á föstudagskvöld. Ekki varð þverfótað fyrir þekktu fólki á frumsýningunni. Meira »

„Hrein bilun að gefa ómálga barni ís“

í gær Sigrún Þorsteinsdóttir, klínískur sálfræðingur og umsjónarmaður vefsíðunnar Café Sigrún, hefur ekki borðað sykur í fjöldamörg ár. Meira »

Réttar æfingar fyrir hvern líkamsvöxt

í fyrradag Það gæti verið að uppáhaldslíkamsræktaræfingin þín sé ekki að gera mikið fyrir þig. Hvort er þú þéttvaxinn, grannvaxinn eða kraftmikill? Meira »

Fjórar ferskar munnmakastellingar

í fyrradag Það liggur beinast við fyrir konur að liggja á bakinu þegar þeim eru veitt munnmök. Hins vegar er ekki bara gott að breyta aðeins til öðru hverju heldur bráðnauðsynlegt. Meira »

Grindarbotnsvöðvarnir láta þig planka rétt

í fyrradag Það eru ekki bara nýbakaðar mæður sem eiga gera grindarbotnsvöðvaæfingar. Ef þú nærð til dæmis ekki að virkja grindarbotnsvöðvana í planka er staðan ekki rétt. Meira »

Magaæfingar Shakiru fá fólk til að svitna

17.9. Mjaðmir Shakiru ljúga ekki og er nokkuð ljóst að það krefst mikillar æfingar að dansa Waka Waka eins og hún gerir.   Meira »

Ralph Lauren með tískusýningu í bílskúr

17.9. Tískuvikan í New York stendur nú yfir og var mikil dramatík sem einkenndi bæði fatnað fyrirsæta og áhorfenda á tískusýningu Ralph Lauren. Meira »

Herbergishitinn sem hraðar á brennslunni

16.9. Það skiptir ekki bara máli að æfa á réttan hátt eða borða ákveðna fæðu á tilteknum tíma. Hitastigið á svefnherberginu skiptir líka miklu máli. Meira »

Elskar fellingarnar vegna nektar-jóga

í fyrradag Fyrir tveimur árum uppgötvaði hin 28 ára Jessa O'Brien nektar-jóga og lærði þannig að elska sjálfa sig.   Meira »

Hannar lúxusvörur í London

17.9. Vera Þórðardóttir starfar sem fatahönnuður í London. Hún hjálpar meðal annars ungum hönnunarfyrirtækum inn á lúxusmarkað.   Meira »

Pastel-rómantík hjá frú Beckham

17.9. Tískuvikan í New York er í fullum gangi og Victoria Beckham lét ekki sitt eftir liggja og sýndi vorlínu sína fyrir árið 2018. Meira »

Ég elska ekki eiginmann minn

16.9. „Ég er gift, ég er á fertugsaldri og mér líkar ekki við eiginmann minn. Við kyssumst eiginlega aldrei og kúrum aldrei. Ég var tilbúin að láta þessa löngu nætur yfir mig ganga vegna barnanna okkar tveggja en það þýddi að ég lifði einmanalegu lífi.“ Meira »