Verstu „lúkk“ nokkurra tískubloggara

Þessir bloggarar eru ekki stoltir af þessum tískumyndum af sér.
Þessir bloggarar eru ekki stoltir af þessum tískumyndum af sér. nylon.com

Tískubloggarar eru oft taldir smekklegustu einstaklingarnir þarna úti en jafnvel þeir geta stigið feilspor þegar kemur að klæðnaði og tískustraumum. Blaðamaður Nylon setti sig í samband við níu vinsæla bloggara og bað þá um að segja sér frá sínum verstu tískumistökum, sjón er sögu ríkari.

„Þegar ég flutti fyrst til Los Angeles þá fannst mér góð hugmynd að raka báðar hliðarnar á höfðinu og nota nördaleg lesgleraugu (sem ég las ekki með) á hverjum degi. Ég veit ekki hvað í fjandanum ég var að hugsa,“ segir bloggarinn Aurielle Sayeh.

„Yfirþyrmandi blómakórónur eru svo mikið 2012. Ég elska blóm, en hættu nú blómálfur,“ segir Larissa May sem heldur úti blogginu Livin Like Larz.

„Vinkona mín hún Diana og ég sjáum eftir að hafa notað of marga aukahluti í einu og blandað mismunandi stíl saman. En það var gaman að horfa á þetta...ekki satt,“ spyr Alina Tanasa sem bloggar á Fabulous Muses.

„Þetta „lúkk“ er svo mikið 2009, þegar Herve Leger kjólar voru það vinsælasta,“ skrifar Beau Dunn.

„Þetta er frá árinu 2002 þegar marglitað gallapils úr bótum var aðalmálið. Og það var uppásnúið hár líka. Ég lít klárlega út eins og Kryddpía,“ segir Brynn Elliott Watkins.

„Ég lít út eins og loðin geimvera,“ segir Kirsten Thyra Henriksen.

„Þegar samblöndun áferða fer úrskeiðis. Svona blanðar maður kanínueyrum og blómamynstri ekki saman,“ segir bloggarinn Claudia Felix-Garay.

„Lagaðu sjálfa þig, fáðu þér camel-litaða flík,“ segir hin litaglaða Francesca Garcia-Miro.

„Ég klæddist þessu árið 2009, þegar Blair Waldorf sagði okkur að klæðast lituðum sokkabuxum. Ég var ekki byrjuð að blogga á þessum tíma en ég setti þessa mynd á netið. Ég hef alltaf ætlað mér að eyða henni en hún minnir mig samt á tíska er skemmtileg og er alltaf að þróast,“ sagði Daniela Ramirez.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál