Leggingsbuxur sem útrýma appelsínuhúð

Buxurnar frá Marisota eru gerðar að hluta til úr sjávarþörungum.
Buxurnar frá Marisota eru gerðar að hluta til úr sjávarþörungum. marisota.co.uk.

Geta leggingsbuxur virkilega útrýmt appelsínuhúð? Hönnuðirnir á bakvið merkið Maritsota svara þessari spurningu játandi en þeir settu nýverið á markað sérstakar leggingsbuxur sem eru gerðar að hluta til úr sjávarþörungum. Þörungarnir eiga að hafa góð áhrif á húðina og útrýma appelsínuhúð og þurrk.

Buxurnar kosta aðeins 20 pund sem gerir um 4.150 krónur. Buxurnar innihalda öflug næringarefni sem fríska upp á ásýnd fótleggjanna. Talsmaður Marisota segir 73% þeirra kvenna sem hafa prófað buxurnar sjá mikinn mun.

Hönnuðir Marisota segja notendur buxnanna geta átt von á að appelsínuhúðin minnki um 12% við notkun þeirra. „Það er frábært að sjá að konur eru farnar að notast við öruggari leiðir til að auka sjálfstraustið,“ segir talsmaður merkisins. Talsmaðurinn segir jafnframt að nú sér tími til kominn að nýta auðlyndir náttúrunnar í staðin fyrir að leggjast á skurðarborð lýtalækna.

Það er aldeilis. Áhugasamir geta kynnt sér buxurnar nánar á heimasíðu Marisota.

Buxurnar frá Marisota eru með aðhaldi.
Buxurnar frá Marisota eru með aðhaldi. marisota.co.uk.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál