Vandasamt að kaupa föt á netinu

Stílistinn Olga Soffía Einarsdóttir.
Stílistinn Olga Soffía Einarsdóttir.

Stílist­inn Olga Soffía Ein­ars­dótt­ir segir vandasamt að kaupa föt á netinu, að hluta til vegna þess hvernig fyrirsætur eru í laginu. „Ég versla sjálf ekki mikið á netinu. Ég gerði mun meira af því þegar ég bjó í Bretlandi enda er frábært að geta verslað eitthvað af netinu og fengið það sent heim. Og ef það ekki passaði gat maður bara sent það aftur til baka,“ segir Olga.

„En það getur verið erfitt að versla af netinu vegna þess að fyrirsæturnar sem klæðast fötunum á þessum síðum eru svo „fullkomnar“, svo þegar þetta er komið heim í hús er stemningin oft önnur. Það er til dæmis erfitt að kaupa buxur á netinu. Það er bara eitt það erfiðasta sem við konur gerum; að finna flottar buxur sem passa, hvað þá reyna að gera það í gegnum netið. En aukahluti er aftur á móti ekkert mál að kaupa á netinu því þar ertu ekki að taka neina áhættu.“

Þó að Olga versli ekki mikið á netinu skoðar hún vefverslanir reglulega. „Mér finnst gaman að skoða vefverslanir til að fá hugmyndir,“ segir Olga og nefnir Net-a-Porter, Asos, & other stories og COS sem dæmi. Olga notast líka mikið við Pinterest þegar hún þarf innblástur og ferskar hugmyndir.

Fann draumajakkann á eBay

„Ég hef nokkrum sinnum keypt af eBay og bara verið nokkuð ánægð, það er sniðugt ef maður er að leita að einhverju sérstöku. Mig langaði til dæmis einu sinni í All Saints-gallajakka sem var uppseldur, ég fann hann ódýran á eBay,“ útskýrir Olga sem vill svo minna fólk á að það þarf ekki alltaf að leita langt yfir skammt. „Það eru margar flottar búðir hérna heima sem eru komnar með fínar heimasíður. Aðalatriðið er að vera maður sjálfur og vera óhræddur við að nota netið til að fá hugmyndir.“

Olga skoðar gjarnan Net-a-Porter til að fá innblástur.
Olga skoðar gjarnan Net-a-Porter til að fá innblástur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál