Gulla er á leiðinni til Eyja í draumajakkanum

Gulla er á leiðinni á Þjóðhátíð.
Gulla er á leiðinni á Þjóðhátíð.

Guðlaugu Sigríði Tryggvadóttur, sigurvegara heimakeppninnar í Biggest Loser Ísland, hafði lengið langað í Cintamani-jakka en henni fannst hann ekki fara sér vel. „Mér fannst ég ekki vera nógu flott til að hann færi mér vel,“ segir Guðlaug sem ákvað um jólin seinustu að hún myndi verðlauna sig með Cintamani-jakka ef hún myndi ná ákveðnum árangri. Guðlaug náði settum árangri og er á leiðinni á Þjóðhátíð í Eyjum í nýja jakkanum.

„Ég sá fram á að geta kannski ég litið vel út í svona jakka og liðið vel í honum. Mig hefur alltaf langað að eiga falleg útivistarföt og þessi jakki er mjög flott hönnun,“ útskýrir Guðlaug eða Gulla eins og hún er gjarnan kölluð.

Sumartíminn er erfiðari

„Þegar leið á keppnina gerði ég mér grein fyrir að stærsta verkefnið í þessu öllu tekur við þegar keppnin er búin. Sem sagt að viðhalda árangrinum eftir lokakvöldið. Keppnin veitti aðhald og ég ákvað að við halda árangrinum með því að setja mér markmið. Ég ætlaði í raun ekki að vera komin niður í neina ákveðna tölu fyrir Þjóðhátíð, bara ekki upp fyrir 84 kíló. Sumartíminn er oft erfiðari, með sumarfríum og þess háttar og þá er skipulag á mataræði ekki alveg jafn strangt kannski.“

„Þjóðhátíðin í ár verður klárlega betri en hinar tíu sem ég hef farið á vegna þess að loksins er líkamleg og andleg líðan í góðu jafnvægi og ég get farið sátt með sjálfa mig í dalinn. Tinnu-jakkinn, sem þau hjá Cintamani voru svo rausnarleg að gefa mér, mun klárlega fullkomna „lúkkið“,“ segir Guðlaug að lokum.

Gulla tekur sig vel út í nýja Cintamani-jakkanum.
Gulla tekur sig vel út í nýja Cintamani-jakkanum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál