Fólk lætur nú tattúvera á sig varalit

Konur vilja nú hafa varalit allan sólahringinn, allt árið í …
Konur vilja nú hafa varalit allan sólahringinn, allt árið í kring. Instagram @valeriyabarchenko

Fólk er farið að tattúvera á sig varalit í auknu mæli en slík húðflúr eiga að endast í 8-10 ár. Konur vilja greinilega hafa varalit allan sólahringinn, allt árið í kring, og eru því að borga fúlgufjár til að láta húðflúra varalitinn á sig.

Snyrtifræðingar segja vinsældir langvarandi förðunar sífellt vera að aukast. Þetta kemur fram í grein sem birtist á Marie Claire. Þar kemur fram að slíkar meðferðir kosti í kringum 160.000 krónur í Bandaríkjunum.

Á samfélagsmiðlum á borð við Twitter og Instagram má finna ótal myndir frá konum sem hafa látið húðflúra á sig varalit. Meðfylgjandi eru færslur af nokkrum sáttum konum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál