Svona á að nota Beautyblenderinn rómaða

Þær Sara Dögg Johansen og Sigurlaug Dröfn Bjarnadóttir, eigendur Reykjavík Makeup School og Beautyblender á Íslandi, ætla í þessu myndbandi að kenna áhorfendum að nota Beautyblender-svampinn margrómaða sem hlotið hefur Allure Best of Beauty-verðlaun. Þær sýna okkur réttu handtökin á Örnu Ýr Jónsdóttur.

Í myndbandinu nota þær nokkrar mismunandi tegundir af Beautyblender-svömpum.

Hvíti svampurinn, Beautyblender PURE, er sérstaklega góður í allar húðvörur eins og dagkrem, primera, serum, augnkrem. Einnig hentar hann vel í aðrar farðavörur og til að taka af sér farðann.

Bleiki svampurinn, Beautyblender ORIGINAL, er sérstaklega góður í farðavörur og púður.

Græni svampurinn, Beautyblender MICRO MINI, er fullkominn til að nota á staði sem erfiðara er að komast að eins og undir augu, augnkróka og í kringum nef. MICRO MINI eru fullkomnir í hyljara og til að hjálpa við að draga fram fullkomið „contour“ og „highlight“.

Svarti svampurinn, Beautyblender Pro, er sérstaklega hannaður fyrir förðunarfræðinga.
Hann er aðeins rúnaðari en hinir Beautyblender-svamparnir. Hann er sérstaklega góður í dekkri vörur, sólapúður og aðrar skyggingavörur og brúnkukrem.

Beautyblender-svamparnir eru Latex-Free og handgerðir í Bandaríkjunum. Hann er auðveldur í notkun og eina förðunarverkfærið sem vinnur i 360° á húðinni og gefur því fullkomna áferð. Eins og sjá má í myndbandinu er Beautyblenderinn látinn „skoppa“ á húðinni í stað þess að hann sé dreginn yfir húðina. Þannig fæst þessi slétta og lýtalausa áferð.

Beautyblenderinn er svo þrifinn með þar til gerðri sápu sem fæst bæði í föstu og fljótandi formi.

Allar nánari upplýsingar má nálgast inn á Faceboko-síðu Beautyblender á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál