„Mér finnst Louis Vuitton svolítið snobb og ofmat“

Styrmir Kári
Inga Rán Reynisdóttir er að hefja sitt þriðja ár í arkitektúr við Listaháskóla Íslands. Inga er 22 ára gömul og býr ásamt kærasta sínum í miðbænum. Hún lýsir stílnum sínum sem einföldum og klassískum en samt töffaralegum. Við fengum að spyrja Ingu nokkurra spurninga um fataskápinn. 
Getur þú lýst þínum fatastíl?

„Ég myndi segja að hann væri nokkuð „plain“ og klassískur en samt töffaralegur. Ég fíla vel að blanda saman röff og fínlegum flíkum.“

Fyrir hverju fellur þú yfirleitt?

„Hlýjum og mjúkum kósípeysum.“

Hvað er nauðsynlegt að eiga í fataskápnum sínum?

„Svartar þröngar gallabuxur og hvítan stuttermabol.“

Hér klæðist Inga Rán Barbour jakka úr Geysi, peysan er …
Hér klæðist Inga Rán Barbour jakka úr Geysi, peysan er frá merkinu Acne, buxurnar úr Zöru og stígvélin Aigle frá Farmers Market. Styrmir Kári


 Hvaða mistök gera konur í klæðaburði?

„Mér dettur nú ekkert sérstakt í hug, eiga ekki allir að fá að klæða sig bara eins og þeim líður best? En helst væri það kannski það að þegar eitthvað kemur í tísku erum við stelpurnar svolítið fljótar að vera allar komnar í sama outfittið.“

Hvað dreymir þig um að eignast?

„Mig hefur lengi dreymt um svartan ACNE leðurjakka.

Hver er nýjasta flíkin í fataskápnum þínum?

„Trefill úr Zöru fyrir veturinn.“

Hálsmenin eru frá merkinu Fashionology og fást í GK Reykjavík.
Hálsmenin eru frá merkinu Fashionology og fást í GK Reykjavík. Styrmir Kári

Hvað vantar í fataskápinn þinn?

„Hælaskó, ég er alveg mjög löt í að kaupa mér skó, tek allan daginn föt framyfir.“

Í hvað myndir þú aldrei fara?

„Svona strigaskó-hæla.“

Skyrtan er úr COS, leðurbuxurnar frá H&M og skórnir úr …
Skyrtan er úr COS, leðurbuxurnar frá H&M og skórnir úr GS skóm. Styrmir Kári


Eru einhver tískuslys í fataskápnum þínum?

„Engin sem mér dettur í hug, hef verið frekar dugleg við að losa mig við gömul föt.“

Áttu þér uppáhalds hönnuð?

„Nei, ég get ekki sagt það. Skandinavísk hönnun er í miklu uppáhaldi hjá mér, ætli Acne sé ekki í fyrsta sæti þar. Annars versla ég mikið í búðum eins og Zöru, Cos og  &other stories.“ 

Bolurinn er frá merkinu Won Hundred og fæst í GK …
Bolurinn er frá merkinu Won Hundred og fæst í GK Reykjavík. Buxurnar, jakkinn og skórnir eru úr Zöru. Styrmir Kári

Er einhver frægur hönnuður eða hönnum ofmetin að þínu mati?

„Mér finnst Louis Vuitton svolítið snobb og ofmat.“

Ef þú myndir vinna milljón í happdrætti, í hvað myndiru eyða henni?

„Hmmmm góð spurning, líklegast í eitthvað fallegt inná heimilið, útlandaferð og langþráða ACNE leðurjakkann.“

Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál