Nefndi 110.000 króna bleiutösku eftir dóttur sinni

Blake Lively er hönnuður og leikkona.
Blake Lively er hönnuður og leikkona. AFP

Leikkonan Blake Lively hannaði nýverið bleiutösku og nefndi hana eftir dóttur sinni sem heitir James. Töskuna er hún að selja á vefsíðu Preserve á heilar 110.000 krónur.

Taskan er úr leðri og virðist vera afar vönduð, hún fæst í rauðbrúnu og bláu. Á heimasíðunni hemur fram að taskan sé úr Horween-leðri og með sérstökum rennilás frá Sviss.

Eins og áður sagði sá Lively um hönnun töskunnar en framleiðslan er í höndum töskuframleiðandans Sandast sem sá um að hanna töskur fyrir karakter Lively í myndinni The Age of Adaline.

Skjáskot af vef Preserve.com. Taskan kostar 110.000 krónur og er …
Skjáskot af vef Preserve.com. Taskan kostar 110.000 krónur og er hönnuð fyrir mæður.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál