Það þarf að sníða þetta útvíða lúkk aðeins eftir hæð og vexti

Elísabet Gunnarsdóttir tískubloggari á Trendnet.is.
Elísabet Gunnarsdóttir tískubloggari á Trendnet.is.

Elísabet Gunnarsdóttir bloggari á trendnet.is og viðskiptafræðingur er einn helsti trendsetter landsins. Hún er búsett í Þýskalandi og fylgist vel með ráðandi tískustraumum hérlendis og á meginlandi Evrópu.

Hvernig er hausttískan 2015?

Kápa, t-shirt, leðurstígvél og klipptar beinar gallabuxur gæti verið góður einkennisbúningur ef við viljum vera „safe“ um að fylgja nýjustu tískustraumum. Útvítt mun festa sig í sessi - það hefur tekið tíma en ég held að fleiri og fleiri muni taka þátt í trendinu þetta haustið. Þar ættu strákarnir jafnvel að fara að detta inn líka, en ég hef trú á að það muni þó dragast örlítið.

Hvað er nýtt sem ekki hefur sést lengi?

Hnésíð pils eru aftur áberandi og það er kannski sú flík sem við höfum ekki séð í þónokkurn tíma. Annars verður léttur bohemian fílingur yfir öllu.

Hvað um litapalletuna, hvernig er hún?
Rautt, blátt, gult, grátt - þessir litir sem við sjáum falla af trjánum á sama tíma árs. Svart er svo að sjálfsögðu á sínum stað.


Nú eru fötin að víkka svolítið. Hvernig er best að setja þau saman?

Það þarf að sníða þetta útvíða lúkk aðeins eftir hæð og vexti. Þegar ég fer til dæmis í útvíðar buxur þá para ég þær með hærri skóm (támjóum þetta haustið) og aðsniðna skyrtu við létta lausa kápu. Þegar ég svo tek oversized skyrtuna á næsta level þá held ég mig ennþá við niðurmjótt buxnasnið. Stúlkur sem eru hærri í loftinu gætu látið allt annað lúkk ganga upp.

Hvað dreymir þig um að eignast fyrir haustið?

Mig dreymir um slá í anda Chloé aw15. Ég ætla mér þó að finna ódýrari leið til sambærilegra kaupa með því að róta eftir fjársjóði í Vintage verslunum og vona það besta. Ég er líka enn að leita að hinum fullkomnu útvíðu gallabuxum. Trendið sem slíkt er mjög skemmtilegt en það virðist vera erfiðara að finna þær í sniði og lit sem þú sérð fyrir þér að nota alla daga vikunnar. Öll tips vel þegin?

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál