Sagan á bak við brúðarkjól Kolfinnu Vonar

Kolfinna Von Arnardóttir og Björn Ingi Hrafnsson.
Kolfinna Von Arnardóttir og Björn Ingi Hrafnsson. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

„Ég vildi fá íslenskan hönnuð með mér í lið og búa til það sem ég kalla skemmtilegt listaverk. Óskin mín var sú að hann yrði ekki hinn týpiski brúðarkjóll í útliti, en á sama tíma mátti ekki vera of óhefðbundinn. Ég vildi að hægt væri að breyta honum á þann veg að ég yrði í glæsilegum og miklum kjól í kirkjunni og gæti svo breytt honum í þægilegri útgáfu fyrir veisluna þar sem yrði að sjálfsögðu dansað,“ segir Kolfinna Von Arnardóttir almannatengill og eiginkona Björns Inga Hrafnssonar. Parið gifti sig 13. júní síðastliðinn.

„Ýr Þrastardóttir var sú manneskja sem ég treysti fullkomnlega í verkið enda einstaklega hæfileikaríkur hönnuður. Ég hafði fylgst vel með ævintýri Another Creation á Reykjavík Fashion Festival nokkrum mánuðum á undan og heillast af flíkunum. Þar var lögð áhersla á sígild, kvenleg snið, margbreytilegar flíkur, sumar hverjar úr ítölsku silki (...og ég kolféll). Ég talaði við hana, hún varpaði fram hugmyndum sem mér leist strax vel á og til varð kjóllinn.

Við ákváðum að nota prentið sem óhefðbundna aðferð á brúðarkjól og ég hreinlega elskaði útkomuna. Kjóllinn var í grunninn hnésíður silki kokteilkjóll, og fylgdi honum tvö silkipils. Annað pilsið var nokkurra metra langt sem ég notaði í athöfninni í Hallgrímskirkju, en hitt pilsið var styttra og því gat ég sett það á mig fyrir veisluna. Ég hefði tæknilega séð getað tekið það líka af mér og verið bara í kokteilkjólnum, en ég ákvað að spara það fyrir 1. árs brúðkaupsafmælispartýið sem við hjónin ætlum að halda vel uppá.

Þá fæ ég loksins að skála í kampavín með vinum og fjölskyldu því á sjálfan brúðkaupsdaginn var ég gengin 12 vikur. Sama hvernig hefðin er þá er ég búin að ákveða að ég muni vera í þessum kjól einu sinni á ári. Ég hef það jafnvel í huga að á 2. ára brúðkaupsafmælinu muni ég fá Ýr til að búa til nýtt pils á kjólinn og þannig uppfæra hann, enda er hann að mínu mati fallegasta listaverkið sem ég á,“ segir Kolfinna Von og hrósar Ýr í hástert.

„Ýr stóð fagmannlega að verki og skilaði af sér flík sem ég elska og mun elska alla ævi, meira en nokkra flík sem ég hef átt. Ég mæli með að þið kynnið ykkur hvað hún Ýr er að brasa þessa daganna, en hún er núna stödd í Kína að læra, skapa, og halda áfram að gera góða hluti í fatahönnun. Sjálf ætla ég að styrkja hana! Takk elsku Ýr!“

HÉR er hægt að skoða nánar hvað Ýr er að gera.

Kolfinna Von Arnardóttir og Björn Ingi Hrafnsson eru hjón.
Kolfinna Von Arnardóttir og Björn Ingi Hrafnsson eru hjón. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál