Furðuleg tíska ryður sér til rúms í Kína

Að skreyta hár sitt blómum er sjóðheitt trend í Kína.
Að skreyta hár sitt blómum er sjóðheitt trend í Kína. Skjáskot af The New York Times

Furðuleg tískubylgja virðist vera að ryðja sér til rúms í Kína, en fólk á öllum aldri er farið að skreyta höfuðið veð blómum. Þá erum við ekki að tala um einstaka blómaspennu, eða rós sem smeygt er á milli lokka, heldur plastblóm sem stillt er upp þannig að engu líkara er en að þau vaxi beint upp úr hvirflinum.

Samkvæmt frétt The New York Times fór að bera á tískunni fyrir nokkrum mánuðum. Þá var algengt að sjá örlitla baunaspíru teygja anga sína upp í loftið, ekki ólíkt lítilli, grænni fánastöng.

Með tímanum hefur skrautið þó orðið fjölskrúðugra, en nú má gjarnan sjá fólk með alls kyns blómstur í hárinu, að meðtöldu grænmeti og ávöxtum.

Enginn virðist vita hver upptök tískubylgjunnar eru, en margar getgátur hafa verið settar fram, svo sem að athæfið tengist fornum siðum og sé til þess fallið að tengjast náttúrunni. Aðrir hafa minnst á líkindi við stubbana og enn aðrir vilja meina að tískan sæki innblástur í emojicon myndir.

Hvað sem því líður er þetta augljóslega sjóðheitt trend, líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan.

Þessi unga stúlka smellti af mynd, enda búin að hafa …
Þessi unga stúlka smellti af mynd, enda búin að hafa fyrir því að punta sig allsvakalega. Skjáskot af The New York Times
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál