Hávaxnar geta verið í víðu við vítt

Hendrikka Waage er tilbúin fyrir þennan vetur.
Hendrikka Waage er tilbúin fyrir þennan vetur.

„Haust- og vetrartískan er ótrúlega fjölbreytileg í vetur. Það er ofsalega mikið í gangi. Í kjólum finnst mér mest áberandi bohem luxe og palíettur í blúnduefni. Geomettrísk munstur eru einnig í gangi og eins er embroiderred'klæðnaður mikið í tísku eða svona 70' tíska og finnst mér mjög fallegt að blanda honum til dæmis við „tweed“ stílinn. Svona svipað eins og maður mundi blanda Vivienne Westwood-klæðnaði við Etro-klæðnað. Mjór klútur kemur sterkur inn fyrir veturinn og er hann punkturinn yfir iið við blazer, gallabuxur og fallegan bol. Mjög franskt yfirbragð. Hattar sem líkjast reiðhjálmi í útliti með dúsk, eru að sækja á. Persónulega finnst mér alltaf fallegt að vera með fallega leðurhanska og sé ég að þeir koma með ýmsu móti í vetur,“ segir hönnuðurinn Hendrikka Waage þegar hún er spurð út í hausttískuna. 

Hvað er nýtt sem ekki hefur sést lengi? „Mér finnst rosalega mikið um „pattern pile ups“ eða að blanda saman allskonar munstrum.“ 

Hvað um litapalletuna, hvernig er hún?

„Það er mikið um allskonar bláa og rauða liti. Grátt, vínrautt og svart er einnig vinsælt.“

 Nú eru fötin að víkka svolítið. Hvernig er best að setja þau saman?

„Þarna verður maður að spá mikið í hvernig manneskjan er vaxin. Ef konur ætla að vera í víðri skyrtu þá finnst mér fallegast að vera þá í þröngum buxum. Það er reyndar líka smart ef manneskjan er hávaxin að vera í víðum buxum og víðri skyrtu.“ 

Hvað dreymir þig um að eignast fyrir haustið?

„Ég er búin að fá mér svartan palíettu blúndu kjól frá „Hendrikka Waage“ sem fæst í Mathilda í Kringlunni. Ég reikna með að ég bæti við hann svörtum fallegum mjóum svörtum klút. Skórnir frá Alexander Mcqueen eru yndislegir. Einnig langar mig í klút sem Lína Rut var að hanna fyrir „Hendrikka Waage“ og er hann væntanlegur oktober.

Svartur pallíettu-kjóll frá Hendrikku Waage.
Svartur pallíettu-kjóll frá Hendrikku Waage.
Klútur frá Hendrikku Waage.
Klútur frá Hendrikku Waage.
Slæða með munstri eftir Línu Rut verður fáanlegt hjá Hendrikku …
Slæða með munstri eftir Línu Rut verður fáanlegt hjá Hendrikku Waage í október.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál