Skipti 10 sinnum um kjól í sama teitinu

Jennifer Lopez, kynnir Bandarísku tónlistarverðlaunanna, verður seint sökuð um huga …
Jennifer Lopez, kynnir Bandarísku tónlistarverðlaunanna, verður seint sökuð um huga ekki að útlitinu. mbl.is/AFP

Hversu oft getur ein kona skipt um kjól á sömu verðlaunaafhendingunni? Að minnsta kosti níu sinnum, ef marka má söngkonuna Jennifer Lopez sem kynnti Bandarísku tónlistarverðlaunin í gær, en hátíðin fór fram í Microsoft leikhúsinu í Los Angeles.

Mesta furða er að söngkonan hafi náð að sinna starfi sínu, svo oft skipti hún um klæðnað.

Það er deginum ljósara að Lopez aðhyllist ekki mínimalískan lífstíl, sem þykir mjög svo móðins þessa dagana.

Nokkra af kjólunum má sjá hér að neðan.

Í upphafi kvöldsins skartaði söngkonan glæsilegum ljósgrænum kjól sem skildi …
Í upphafi kvöldsins skartaði söngkonan glæsilegum ljósgrænum kjól sem skildi lítið eftir fyrir ímyndunaraflið. mbl.is/AFP
Þegar leið á kvöldið ákvað Lopez að breyta til og …
Þegar leið á kvöldið ákvað Lopez að breyta til og skellti sér í níðþröngan, gegnsæjan síðkjól. mbl.is/AFP
Guli liturinn fer söngkonunni ljómandi vel, líkt og sjá má.
Guli liturinn fer söngkonunni ljómandi vel, líkt og sjá má. mbl.is/AFP
Hér sést söngkonan í svörtum, gólfsíðum og nær gegnsæjum blúndukjól.
Hér sést söngkonan í svörtum, gólfsíðum og nær gegnsæjum blúndukjól. mbl.is/AFP
Lopez geislaði í bleikum pallíettukjól.
Lopez geislaði í bleikum pallíettukjól. mbl.is/AFP
Söngkonan steig sjálf á stokk, og að sjálfsögðu var það …
Söngkonan steig sjálf á stokk, og að sjálfsögðu var það tilefni til búningaskipta. En ekki hvað? Enn á ný kaus hún að klæðast níðþröngri múnderingu til að sýna línurnar. Samfestingurinn var síðan skreyttur nokkurs konar azteka mynstri. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál